Íslendingaliðin KIF Örebro DFF og Djurgården gekk misvel í mikilvægum leikjum sínum í fallbaráttu sænsku kvennadeildarinnar í fótbolta í dag. Örebro vann mikilvægan útisigur á Umeå en á sama tíma tapaði botnlið Djurgården enn einum leiknum.
Edda Garðarsdóttir lék allan leikinn á miðju Örebro þegar liðið vann 1-0 útisigur á Umeå. Linda Fransson skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok en með þessum sigri komst Örebro-liðið sex stigum frá fallsæti.
Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig þrjú mörk þegar Djurgården tapaði 3-0 á útivelli á móti Jitex BK en Katrín Jónsdóttir er enn frá. Jitex skoraði mörkin sín á 19., 58. og 70. mínútu leiksins. Djurgården er áfram í neðsta sæti deildarinnar og liðið er nú sjö stigum frá öruggu sæti.
Mikilvægur sigur í fallbaráttunni hjá Eddu og félögum í Örebro
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn



Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
