Páll Hreinsson, hæstaréttardómari, átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis.Mynd/Vilhelm
Þingflokkur Hreyfingarinnar auk Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, leggja til að Rannsóknarskýrsla Alþingis verði þýdd á ensku í heild sinni. Þingmennirnir lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis í gær.
Tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi en komst ekki til umræðu. Þingmennirnir telja brýnt að þýða skýrsluna þar sem efni hennar varðar ekki aðeins þá sem læsir eru á íslensku.
Skýrslan var gefin út í níu bindum og seldist vel.Mynd/PjeturSkýrslan geymir vandaða og nákvæma frásögn af þeim atburðum sem leiddu til hruns íslenska bankakerfisins og góða greiningu á íslensku viðskiptalífi, að mati þingmannanna.
Skýrslan hefur aldrei verið þýdd í heild sinni á annað tungumál. Hins vegar er enska þýðingu á hluta hennar að finna inni á vef Alþingis.