UEFA tilkynnti í dag að sambandið hefði fryst greiðslur til 23 félaga sem taka þátt þátt í Evrópukeppnum í vetur.
Fjármál félaganna verða rannsökuð áður en UEFA úthlutar greiðslum til félaganna. Grunur leikur á að þau uppfylli ekki skilyrði sambandsins um háttvísi í fjármálum.
Flest félögin koma úr austurhluta Evrópu en þarna á meðal eru þó tvö stór félög frá Spáni og eitt frá Portúgal. Það eru Atletico Madrid, Malaga og Sporting Lissabon.
Félögin þurfa að skila skýrslu um fjármálastöðu sína fyrir lok september.
Félögin sem fá engar greiðslur strax eru:
Borac Banja Luka - Bosnía
Sarajevo - Bosnía
Zeljeznicar - Bosnía
CSKA Sofia - Búlgaría
Hadjuk Split - Króatía
Osijek - Króatía
Atletico Madrid - Spánn
Malaga - Spánn
Maccabi Netanya - Ísrael
Shkendija 79 - Makedónía
Floriana - Malta
Buducnost Pgorica - Svartfjallaland
Rudar Pjevlja - Svartfjallaland
Ruch Chorzow - Pólland
Sporting CP - Portúgal
Dinamo Búkarest - Rúmenía
Rapid Búkarest - Rúmenía
Vaslui - Rúmenía
Rubin Kazan - Rússland
Partizan - Serbía
Vojvodina - Serbía
Eskisehirspor - Serbía
Fenerbahce - Tyrkland
UEFA frystir greiðslur til fjölda félaga
