Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Trausti Hafliðason skrifar 28. september 2012 14:12 Tómas Sigurðsson með lax úr Stóru-Laxá. Mynd / Sogsmenn Sogsmenn veiddu 14 laxa á svæði IV í Stóru-Laxá í gær. Um síðustu helgi rifu þeir 61 lax upp á svæði I og II. Loka ánni um helgina. Tómas Sigurðsson og félagar hans í veiðiklúbbnum Sogsmönnum hafa gert mjög góða veiði í Stóru-Laxá nú í lok september. "Við skruppum á svæði fjögur í gær og veiddum frá morgni og til sjö um kvöldið," segir Tómas. "Sumir okkar hafa veitt þarna í að verða 30 ár og oftast eru menn ánægðir með að fá einn lax en í þetta skiptið var heldur betur annað uppi á tengingnum. Þegar uppi var staðið höfðum við fengið fjórtan laxa og misst helling. Það segir kannski sína sögu um þessa veiði að áður en við komum þarna hafði veiðst 71 lax á svæðinu í allt sumar. Núna hafa sem sagt veiðst 85." Að sögn Tómsar var mjög gott vatn í ánni en veðrið var ekkert sérstakt. "Það var svona þriggja stigi hiti og um tíma slydda. Fiskurinn var samt sem áður greinilega í tökustuði. Helmingurinn kom á land í Dagmálarhyl en hinir í heimahyljunum." Sogsmenn voru með allar fjórar stangirnar og með í för var rúmenskur félagi þeirra sem aldrei hafði veitt á flugu áður. Eins og margir vita er einungis leyft að veiða á flugu á svæði IV og má hver stöng aðeins taka einn lax undir 70 sentímetrum. "Rúmeninn byrjaði sinn fluguveiðiferil með kraft því hann landaði tveimur fiskum sem voru 86 og 87 sentímetra langir. Annars var stærsti laxinn í ferðinni 90 sentímetrar og margir yfir 80." Nánast bara fyrir íþróttamennEinn Sogsmanna með lax á í Stóru-Laxá.Mynd / SogsmennTómas segir að Stóra-Laxá sé í sérstöku uppáhaldi enda gríðarleg falleg á. "Svæði fjögur er auðvitað einstaklega fallegt en að sama skapi er það mjög erfitt yfirferðar. Það er nánast bara fyrir íþróttamenn að veiða þarna. Maður þarf til dæmis að nota reipi til þess að komast niður í Dagmálarhyl." Það er ekki nóg með að Sogsmenn hafi landað 14 löxum á svæði IV í gær því um síðustu helgi tóku þeir 61 lax á svæði I og II, þar af voru tveir 100 sentímetra laxar. Þegar Veiðivísir náði tali af Tómasi fyrir stundu var hann einmitt fyrir utan veiðihúsið á svæði I og II. "Við erum bara að bíða eftir því að getað byrjað að veiða. Við munum loka ánni - veiðum í kvöld og síðan allan laugardaginn og sunnudaginn. Veðrið er fínt núna - sex til sjö stiga hiti og milt." Það verður spennandi að vita hvernig Sogsmönnum mun ganga um helgina.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Sogsmenn veiddu 14 laxa á svæði IV í Stóru-Laxá í gær. Um síðustu helgi rifu þeir 61 lax upp á svæði I og II. Loka ánni um helgina. Tómas Sigurðsson og félagar hans í veiðiklúbbnum Sogsmönnum hafa gert mjög góða veiði í Stóru-Laxá nú í lok september. "Við skruppum á svæði fjögur í gær og veiddum frá morgni og til sjö um kvöldið," segir Tómas. "Sumir okkar hafa veitt þarna í að verða 30 ár og oftast eru menn ánægðir með að fá einn lax en í þetta skiptið var heldur betur annað uppi á tengingnum. Þegar uppi var staðið höfðum við fengið fjórtan laxa og misst helling. Það segir kannski sína sögu um þessa veiði að áður en við komum þarna hafði veiðst 71 lax á svæðinu í allt sumar. Núna hafa sem sagt veiðst 85." Að sögn Tómsar var mjög gott vatn í ánni en veðrið var ekkert sérstakt. "Það var svona þriggja stigi hiti og um tíma slydda. Fiskurinn var samt sem áður greinilega í tökustuði. Helmingurinn kom á land í Dagmálarhyl en hinir í heimahyljunum." Sogsmenn voru með allar fjórar stangirnar og með í för var rúmenskur félagi þeirra sem aldrei hafði veitt á flugu áður. Eins og margir vita er einungis leyft að veiða á flugu á svæði IV og má hver stöng aðeins taka einn lax undir 70 sentímetrum. "Rúmeninn byrjaði sinn fluguveiðiferil með kraft því hann landaði tveimur fiskum sem voru 86 og 87 sentímetra langir. Annars var stærsti laxinn í ferðinni 90 sentímetrar og margir yfir 80." Nánast bara fyrir íþróttamennEinn Sogsmanna með lax á í Stóru-Laxá.Mynd / SogsmennTómas segir að Stóra-Laxá sé í sérstöku uppáhaldi enda gríðarleg falleg á. "Svæði fjögur er auðvitað einstaklega fallegt en að sama skapi er það mjög erfitt yfirferðar. Það er nánast bara fyrir íþróttamenn að veiða þarna. Maður þarf til dæmis að nota reipi til þess að komast niður í Dagmálarhyl." Það er ekki nóg með að Sogsmenn hafi landað 14 löxum á svæði IV í gær því um síðustu helgi tóku þeir 61 lax á svæði I og II, þar af voru tveir 100 sentímetra laxar. Þegar Veiðivísir náði tali af Tómasi fyrir stundu var hann einmitt fyrir utan veiðihúsið á svæði I og II. "Við erum bara að bíða eftir því að getað byrjað að veiða. Við munum loka ánni - veiðum í kvöld og síðan allan laugardaginn og sunnudaginn. Veðrið er fínt núna - sex til sjö stiga hiti og milt." Það verður spennandi að vita hvernig Sogsmönnum mun ganga um helgina.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði