Íslendingaliðið Halmstad snéri 2-0 leik við upp í 3-2 sigur í sænsku B-deildinni í kvöld. Östers leiddi 2-0 í hálfleik en Halmstad átti hreint ótrúlegan seinni hálfleik og vann flottan sigur.
Guðjón Baldvinsson og Kristinn Baldvinsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad í kvöld en hvorugur náði þó að skora að þessu sinni.
Halmstad komst með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar.
Magnaður sigur hjá Halmstad
