Íslenska lögreglan hóf rannsókn á risavöxnu fíkniefnamáli Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. september 2012 20:00 Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira