Langá endaði við ellefu hundruð laxa mörkin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. september 2012 13:25 Trausti Hafliðason veiddi lax á Gilsbreiðunni og tók um leið sér með veiðistaðarskiltið til að koma því hús fyrir veturinn. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Árnefnd Langár á Mýrum lokaði ánni í gær. Veiði sumarsins er 1.049 laxar. Fast að 50 laxar að auki veiddust á tilraunasvæðinu ofan Ármótafljóts og heildarveiðin því nálægt 1.100 löxum. Veður var milt miðað við árstíma þá tvo daga sem árnefndin var við veiðarnar. Fyrri daginn veiddust fimm laxar og þann seinni sex. Þessir fiskar fengust allt frá veiðistað 88 upp á fjalli og niður að fossinum Glanna. Átta laxanna voru veiddir á flugu og þrír á maðk. Mest af veiðinni var smálax en þó fékk formaður árnefndarinnar Jóhann Gunnar Arnarsson, einn tíu punda hæng upp á fjalli. Honum var sleppt. Á mánudag, daginn áður en árnefndin hóf veiðar, komu fimm laxar á land. Þeir voru allir veiddir á maðk. Þess má geta að lokahollin tvö eiga það sameiginlegt að hafa þurft að ferja jeppa í bæinn. Sá fyrri gafst upp á leiðinni upp á fjall og hinn drap á sér þegar vatn kom inn á vélina við Hólmatagl. Stangveiði Mest lesið Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði
Árnefnd Langár á Mýrum lokaði ánni í gær. Veiði sumarsins er 1.049 laxar. Fast að 50 laxar að auki veiddust á tilraunasvæðinu ofan Ármótafljóts og heildarveiðin því nálægt 1.100 löxum. Veður var milt miðað við árstíma þá tvo daga sem árnefndin var við veiðarnar. Fyrri daginn veiddust fimm laxar og þann seinni sex. Þessir fiskar fengust allt frá veiðistað 88 upp á fjalli og niður að fossinum Glanna. Átta laxanna voru veiddir á flugu og þrír á maðk. Mest af veiðinni var smálax en þó fékk formaður árnefndarinnar Jóhann Gunnar Arnarsson, einn tíu punda hæng upp á fjalli. Honum var sleppt. Á mánudag, daginn áður en árnefndin hóf veiðar, komu fimm laxar á land. Þeir voru allir veiddir á maðk. Þess má geta að lokahollin tvö eiga það sameiginlegt að hafa þurft að ferja jeppa í bæinn. Sá fyrri gafst upp á leiðinni upp á fjall og hinn drap á sér þegar vatn kom inn á vélina við Hólmatagl.
Stangveiði Mest lesið Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði