Straumar frá Kinnarfjöllum Trausti Júlíusson skrifar 26. september 2012 13:30 Cheek Mountain Thief með plötuna Cheek Mountain Thief. Kimi Records. Cheek Mountain Thief er ensk-íslensk hljómsveit. Leiðtogi hennar, söngvari og lagasmiður er enskur, Mike Lindsay, en aðrir meðlimir eru íslenskir. Mike var í Lundúnasveitinni Tunng sem sendi frá sér fjórar stórar plötur á árunum 2005-2010 og vakti mikla athygli fyrir framsækna og tilraunakennda nýfolk-tónlist. Mike kom með Tunng til að spila á Iceland Airwaves árið 2010, kynntist stúlku og varð eftir. Tónlistina á þessari fyrstu plötu Cheek Mountain Thief samdi hann í bústað í nágrenni Húsavíkur. Þegar hann var kominn með efni fékk hann til liðs við sig nokkra húsvíska tónlistarmenn og stofnaði hljómsveitina Cheek Mountain Thief. Hún heitir eftir Kinnarfjöllum við Skjálfanda, en fjöllin blöstu við úr bústaðnum þar sem stór hluti plötunnar var tekinn upp. Þetta er mjög sterk plata. Tónlistin er eins og framhald af því sem Tunng var að gera. Lagasmíðarnar eru fínar og flutningurinn góður, en styrkur plötunnar kemur ekki síst frá hugmyndaríkum og skapandi útsetningum. Fiðla, trompet, klukkuspil, harmóníka og sílófónn koma við sögu, fyrir utan hefðbundin popphljóðfæri og margs konar slagverk. Auk hljómsveitarmeðlima koma nokkrir gestir við sögu og þeir eru ekki af verri endanum: Sindri úr Sin Fang, Mugison, Mr. Silla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins. Á heildina litið er þetta firnagóð plata. Ein af mörgum frábærum íslenskum plötum ársins 2012. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Cheek Mountain Thief með plötuna Cheek Mountain Thief. Kimi Records. Cheek Mountain Thief er ensk-íslensk hljómsveit. Leiðtogi hennar, söngvari og lagasmiður er enskur, Mike Lindsay, en aðrir meðlimir eru íslenskir. Mike var í Lundúnasveitinni Tunng sem sendi frá sér fjórar stórar plötur á árunum 2005-2010 og vakti mikla athygli fyrir framsækna og tilraunakennda nýfolk-tónlist. Mike kom með Tunng til að spila á Iceland Airwaves árið 2010, kynntist stúlku og varð eftir. Tónlistina á þessari fyrstu plötu Cheek Mountain Thief samdi hann í bústað í nágrenni Húsavíkur. Þegar hann var kominn með efni fékk hann til liðs við sig nokkra húsvíska tónlistarmenn og stofnaði hljómsveitina Cheek Mountain Thief. Hún heitir eftir Kinnarfjöllum við Skjálfanda, en fjöllin blöstu við úr bústaðnum þar sem stór hluti plötunnar var tekinn upp. Þetta er mjög sterk plata. Tónlistin er eins og framhald af því sem Tunng var að gera. Lagasmíðarnar eru fínar og flutningurinn góður, en styrkur plötunnar kemur ekki síst frá hugmyndaríkum og skapandi útsetningum. Fiðla, trompet, klukkuspil, harmóníka og sílófónn koma við sögu, fyrir utan hefðbundin popphljóðfæri og margs konar slagverk. Auk hljómsveitarmeðlima koma nokkrir gestir við sögu og þeir eru ekki af verri endanum: Sindri úr Sin Fang, Mugison, Mr. Silla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins. Á heildina litið er þetta firnagóð plata. Ein af mörgum frábærum íslenskum plötum ársins 2012.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira