Unglingalandsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson getur ekki hætt að skora í danska boltanum en hann skoraði sitt tíunda mark í tíu leikjum í kvöld.
Þá skoraði Aron annað mark AGF í 2-2 jafntefli gegn SönderjyskE.
Hallgrímur Jónasson var í vörn SönderjyskE en hann er nýkominn af stað á nýjan leik eftir meiðsli.
AGF komst í 2-0 en SönderjyskE kom til baka og jöfnunarmarkið kom á 90. mínútu.
Bæði Aron og Hallgrímur léku allan leikinn fyrir sín lið.
