Perez rólegur þrátt fyrir mikið lof Birgir Þór Harðarson skrifar 20. september 2012 18:00 Perez hefur staðið sig frábærlega í mótum ársins. nordicphotos/afp Sergio Perez, ökumaður Sauber-liðsins í Formúlu 1, er rólegur yfir framtíðinni og einbeitir sér að singapúrska kappakstrinum um helgina. Perez hefur veirð orðaður við Ferrari og McLaren síðan hann ók síðast. Árangur Perez í ítalska kappakstrinum fyrir tveimur vikum þar sem hann náði öðru sæti hefur ýft umræður um framtíð mexíkóska drengsins enn á ný en hann varð einnig annar í Malasíu í vor. Talið er að hann eigi möguleika á keppnissæti hjá Ferrari eða McLaren opnist slíkt sæti í vetur en Felipe Massa er að öllum líkindum á förum frá Ferrari og Lewis Hamilton á í samningaviðræðum við McLaren. Hamilton hefur einnig verið orðaður við sæti Schumachers hjá Mercedes. Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur raunar sagt að Perez búi ekki yfir nægri reynslu til að geta ekið fyrir Ferrari. McLaren yrði þá hans besti kostur ef Hamilton færi. Perez er samt ekkert að æsa sig. "Þegar maður á slæm mót fara engar sögur af stað," segir hann. "Áður var það Ferrari, nú er það McLaren. Alltaf þegar ég á gott mót er ég settur í nýtt lið. Mikilvægast fyrir mig er að hámarka möguleika mína í næstu mótum í Sauber-bílnum." Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sergio Perez, ökumaður Sauber-liðsins í Formúlu 1, er rólegur yfir framtíðinni og einbeitir sér að singapúrska kappakstrinum um helgina. Perez hefur veirð orðaður við Ferrari og McLaren síðan hann ók síðast. Árangur Perez í ítalska kappakstrinum fyrir tveimur vikum þar sem hann náði öðru sæti hefur ýft umræður um framtíð mexíkóska drengsins enn á ný en hann varð einnig annar í Malasíu í vor. Talið er að hann eigi möguleika á keppnissæti hjá Ferrari eða McLaren opnist slíkt sæti í vetur en Felipe Massa er að öllum líkindum á förum frá Ferrari og Lewis Hamilton á í samningaviðræðum við McLaren. Hamilton hefur einnig verið orðaður við sæti Schumachers hjá Mercedes. Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur raunar sagt að Perez búi ekki yfir nægri reynslu til að geta ekið fyrir Ferrari. McLaren yrði þá hans besti kostur ef Hamilton færi. Perez er samt ekkert að æsa sig. "Þegar maður á slæm mót fara engar sögur af stað," segir hann. "Áður var það Ferrari, nú er það McLaren. Alltaf þegar ég á gott mót er ég settur í nýtt lið. Mikilvægast fyrir mig er að hámarka möguleika mína í næstu mótum í Sauber-bílnum."
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira