Skúli Jón Friðgeirsson var á varamannabekk Elfsborg þegar að liðið vann 1-0 sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta er í fyrsta sinn í fimm mánuði sem Skúli Jón er í leikmannahóp liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en hann gekkst undir aðgerð í byrjun maí vegna meiðsla í mjöðm.
Skúli Jón gekk í raðir Elfsborg í mars síðastliðnum en hann hafði spilað með KR allan sinn feril.
Elfsborg er á toppi sænsku deildarinnar með 49 stig eftir 25 leiki. Liðið er með tveggja stiga forystu á AIK en Häcken kemur næst með 46 stig og á þar að auki leik til góða.
