Dramatík og gleði Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 9. október 2012 09:46 Verkin tvö sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi föstudaginn 5. október voru af mjög ólíkum toga. Annað grátbroslegt og kom áhorfendum til að hlæja en hitt hádramatískt. Kvöldið opnaði með It is not a metaphor eftir Cameron Corbett. Það var skondið en ljúfsárt verk enda undirtónninn átakanlegur, enginn vill vera skilin útundan. Cameron notar tónlist eftir John Cage sem Tinna Þorsteinsdóttir lék á "undirbúið píanó" á sviðinu. Hún tók einnig þátt í sjálfum dansinum og dansararnir að því að virtist hjálpuðu til við stillingar á píanóinu á milli laga. Samspil þátttakendanna var samfærandi og vel upp byggt. Tjáning hvers og eins hefði þó mátt vera dýpri og sjáanlegri til að gefa togstreitunni á milli þeirra meiri vigt. Hjördís stóð sig með ágætum í hlutverk "trúðsins" en hefði þurft skýrari hreyfingar og allt að því rauða nefið til að styðja og skerpa þær djúpu tilfinningar gleði og sorgar sem hlutverkið krafðist. Aðalheiður og Hannes dönsuðu yndislega, fallegar og flæðandi hreyfingar og Tinna skilaði sínu vel bæði í tónlistarflutningi og leik.Hel haldi sínu fjallar um sköpun og endalok heimsins út frá gömlu norrænu trúarbrögðunum. Frásögnin er nokkuð nákvæm þó í listrænni framsetningu sé og er gefið upp í leikskrá hvaða dansari fer með hvaða hlutverk. Margar sterkar vísanir eru í verkinu sem gleðja þá sem þekkja söguna en virka stundum án tilgangs fyrir þá sem ekki þekkja. Hér hefði verið að gott að segja frá söguþræðinum í leikskránni. Hel heldur sínu er drungalegt og átakanlegt, ekki síst fyrir tilstuðlan tónlistarinnar og ljósahönnunarinnar. Lýsingin, gráleit og myrk, var mikilvægur þáttur í sviðsetningunni og var nýtt á fallegan hátt eins og ljóskeilan sem táknaði Bifröst. Hún var samt á köflum full dökk þannig að erfitt var að njóta hreyfinga dansaranna. Tónlistin var áhrifamikil og hélst í hendur við lýsinguna og leikmyndin sem kom mjög vel út. Búningarnir voru aftur á móti ekki eins vel heppnaðir og virtust sumir eins og úr öðru leikriti. Jérôme Delbey nýtir sér þekkingu og krafta dansaranna við danssköpunina. Niðurstaðan eru flæðandi og sterkar hreyfingar með mikilli gólfvinnu og hver dansari fær að njóta sýn. Það eru líka langir flottir kaflar þar sem dansararnir dansa samdans í ætt við snertispuna, ýmist í pörum eða hóp og í öllum senunum sést að að dansararnir er í fantaformi. Einn galli á uppsetningu verksins var að þeir sem sátu í ystu sætunum í salnum sáu ekki allt sem gerðist á sviðinu. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Verkin tvö sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi föstudaginn 5. október voru af mjög ólíkum toga. Annað grátbroslegt og kom áhorfendum til að hlæja en hitt hádramatískt. Kvöldið opnaði með It is not a metaphor eftir Cameron Corbett. Það var skondið en ljúfsárt verk enda undirtónninn átakanlegur, enginn vill vera skilin útundan. Cameron notar tónlist eftir John Cage sem Tinna Þorsteinsdóttir lék á "undirbúið píanó" á sviðinu. Hún tók einnig þátt í sjálfum dansinum og dansararnir að því að virtist hjálpuðu til við stillingar á píanóinu á milli laga. Samspil þátttakendanna var samfærandi og vel upp byggt. Tjáning hvers og eins hefði þó mátt vera dýpri og sjáanlegri til að gefa togstreitunni á milli þeirra meiri vigt. Hjördís stóð sig með ágætum í hlutverk "trúðsins" en hefði þurft skýrari hreyfingar og allt að því rauða nefið til að styðja og skerpa þær djúpu tilfinningar gleði og sorgar sem hlutverkið krafðist. Aðalheiður og Hannes dönsuðu yndislega, fallegar og flæðandi hreyfingar og Tinna skilaði sínu vel bæði í tónlistarflutningi og leik.Hel haldi sínu fjallar um sköpun og endalok heimsins út frá gömlu norrænu trúarbrögðunum. Frásögnin er nokkuð nákvæm þó í listrænni framsetningu sé og er gefið upp í leikskrá hvaða dansari fer með hvaða hlutverk. Margar sterkar vísanir eru í verkinu sem gleðja þá sem þekkja söguna en virka stundum án tilgangs fyrir þá sem ekki þekkja. Hér hefði verið að gott að segja frá söguþræðinum í leikskránni. Hel heldur sínu er drungalegt og átakanlegt, ekki síst fyrir tilstuðlan tónlistarinnar og ljósahönnunarinnar. Lýsingin, gráleit og myrk, var mikilvægur þáttur í sviðsetningunni og var nýtt á fallegan hátt eins og ljóskeilan sem táknaði Bifröst. Hún var samt á köflum full dökk þannig að erfitt var að njóta hreyfinga dansaranna. Tónlistin var áhrifamikil og hélst í hendur við lýsinguna og leikmyndin sem kom mjög vel út. Búningarnir voru aftur á móti ekki eins vel heppnaðir og virtust sumir eins og úr öðru leikriti. Jérôme Delbey nýtir sér þekkingu og krafta dansaranna við danssköpunina. Niðurstaðan eru flæðandi og sterkar hreyfingar með mikilli gólfvinnu og hver dansari fær að njóta sýn. Það eru líka langir flottir kaflar þar sem dansararnir dansa samdans í ætt við snertispuna, ýmist í pörum eða hóp og í öllum senunum sést að að dansararnir er í fantaformi. Einn galli á uppsetningu verksins var að þeir sem sátu í ystu sætunum í salnum sáu ekki allt sem gerðist á sviðinu.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira