Frjálslegt með stenslum Þóroddur Bjarnason skrifar 8. október 2012 11:19 Einn af þeim sýningarstöðum hér á landi sem vert er að fylgjast náið með ef maður vill komast í tæri við alþjóðlega strauma í myndlist er Gallerí Gangur á Rekagranda sem rekið er inni á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns og fjölskyldu hans. Þar hafa margir góðir listamenn sýnt í gegnum tíðina, og nú sýnir þar ein af rísandi stjörnum breskrar málaralistar, Phoebe Unwin. Þó að sýning Unwin fari fram inni á milli húsgagna og innanstokksmuna á tiltölulega litlu svæði, þá eru verkin sem Unwin er með á sýningunni fjöldamörg, sérstaklega ef maður lítur til þess að hún sýnir m.a. bók sem er sneisafull af málverkum. Listamaðurinn er sífellt að vinna í bækur sem þessa, sem hún lítur á bæði sem skissubækur og sérstök verk út af fyrir sig. Á einn vegg í galleríinu hefur Unwin einnig hengt verk sem hún hefur unnið á pappír. Þessi verk líta út fyrir að vera hálf-fígúratívar formtilraunir, stundum nánast eins og eitthvað krot til að drepa tímann, svo látlaust er yfirbragð þeirra. Formin eru samt mörg þekkjanleg, svo sem stólar, sogrör og teppi. Á sýningunni eru einnig verk unnin á striga, strengd á blindramma með hefðbundinni aðferð, en stærsta verkið á sýninguni er unnið á röndótt lak, notað, að því er virðist, sem er hengt beint á vegginn, og heitir Picnic eða Nestisferð. Þetta verk vann Unwin sérstaklega fyrir sýninguna í galleríinu, en í því má sjá nokkur helstu höfundareinkenni Unwin, stenslanotkun, frjálslega efnisnotkun og sambland fíguratívrar myndlistar og abstrakt. Verkið er af, eins og nafnið ber með sér, nestisferð og til að búa til gras hefur hún stráð ósoðnu spaghettíi á lakið og síðan notar hún glasa- og diskaform sem stensla og spreyjar málningu yfir allt saman til að fá gras, glasa og diskaformin yfir á flötinn. Glasaformið endurtekur sig svo í öðrum verkum á sýningunni. Nálgun Unwin við málverkið er frjálsleg, látlaus og hversdagsleg. Hún er einnig rómantísk, frásagnarleg og tilraunakennd á köflum. Verkin eru oft litrík og hún er óhrædd við að nota mismunandi áferð og mismunandi málningarefni, allt eftir tilfinningu hverju sinni. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Einn af þeim sýningarstöðum hér á landi sem vert er að fylgjast náið með ef maður vill komast í tæri við alþjóðlega strauma í myndlist er Gallerí Gangur á Rekagranda sem rekið er inni á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns og fjölskyldu hans. Þar hafa margir góðir listamenn sýnt í gegnum tíðina, og nú sýnir þar ein af rísandi stjörnum breskrar málaralistar, Phoebe Unwin. Þó að sýning Unwin fari fram inni á milli húsgagna og innanstokksmuna á tiltölulega litlu svæði, þá eru verkin sem Unwin er með á sýningunni fjöldamörg, sérstaklega ef maður lítur til þess að hún sýnir m.a. bók sem er sneisafull af málverkum. Listamaðurinn er sífellt að vinna í bækur sem þessa, sem hún lítur á bæði sem skissubækur og sérstök verk út af fyrir sig. Á einn vegg í galleríinu hefur Unwin einnig hengt verk sem hún hefur unnið á pappír. Þessi verk líta út fyrir að vera hálf-fígúratívar formtilraunir, stundum nánast eins og eitthvað krot til að drepa tímann, svo látlaust er yfirbragð þeirra. Formin eru samt mörg þekkjanleg, svo sem stólar, sogrör og teppi. Á sýningunni eru einnig verk unnin á striga, strengd á blindramma með hefðbundinni aðferð, en stærsta verkið á sýninguni er unnið á röndótt lak, notað, að því er virðist, sem er hengt beint á vegginn, og heitir Picnic eða Nestisferð. Þetta verk vann Unwin sérstaklega fyrir sýninguna í galleríinu, en í því má sjá nokkur helstu höfundareinkenni Unwin, stenslanotkun, frjálslega efnisnotkun og sambland fíguratívrar myndlistar og abstrakt. Verkið er af, eins og nafnið ber með sér, nestisferð og til að búa til gras hefur hún stráð ósoðnu spaghettíi á lakið og síðan notar hún glasa- og diskaform sem stensla og spreyjar málningu yfir allt saman til að fá gras, glasa og diskaformin yfir á flötinn. Glasaformið endurtekur sig svo í öðrum verkum á sýningunni. Nálgun Unwin við málverkið er frjálsleg, látlaus og hversdagsleg. Hún er einnig rómantísk, frásagnarleg og tilraunakennd á köflum. Verkin eru oft litrík og hún er óhrædd við að nota mismunandi áferð og mismunandi málningarefni, allt eftir tilfinningu hverju sinni.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira