Loeb tryggði sér titilinn í níunda sinn Birgir Þór Harðarson skrifar 7. október 2012 22:30 Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi. Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi.
Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira