Webber segir Grosjean vera sturlaðan Birgir Þór Harðarson skrifar 7. október 2012 17:15 Grosjean og Webber lentu saman í fyrstu beygju. nordicphotos/afp Mark Webber hjá Red Bull var ekki ánægður með Romain Grosjean eftir kappaksturinn í Japan í morgun. Grosjean hélt uppteknum hætti og ók á keppinauta sína strax eftir ræsingu. Í þetta sinn varð Webber að þjást. Grosjean ók Lotus-bíl sínum inn í hliðina á Webber og snéri Red Bull-bílnum með þeim afleiðingum að Webber varð að fara inn á þjónustusvæðið áður en hann gat haldið áfram. Webber hafði ræst í öðru sæti, var þegar fallinn í þriðja sæti á eftir Kamui Kobayashi en þurfti að sætta sig við að ljúka mótinu í níunda sæti. Christian Horner, liðstjóri Red Bull sagði eftir mótið að Webber hefði ekið stórkoslega alla keppnina og að forvitnilegt væri að vita hvar hann hefði endað ef Grosjean hefði ekki tekið hann út. "Ég hef ekki enn séð hvað gerðist í ræsingunni en strákarnir í liðinu staðfestu að það hefði verið hinn sturlaði Grosjean," sagði Webber við fjölmiðla eftir mótið. "Allir eru að keppa um að ná góðum úrslitum hverja helgi en Grosjean virðist aðeins reyna að komast í gegnum þriðju beygju eins hratt og hann getur." "Þetta er ótrúlega pirrandi og kannski þarf hann að fá annað frí," sagði Webber og vísaði til refsingarinnar sem Grosjean fékk eftir árekstur í fyrstu beygju í Belgíu. Þá fékk hann ekki að taka þátt í næsta móti. "Hann þarf að láta athuga með sjálfan sig, þetta er aðeins hans sök." "Hversu mörg mistök máttu gera? Hversu oft getur þú bara gert sömu vitleysuna? Þessi fyrstuhringjamistök eru vandræðaleg fyrir hann," sagði Webber. Mistökin gætu mótað framtíð Grosjean í Formúlu 1Grosjean náði að halda áfram eftir samstuðið.Christian Horner, liðstjóri Red Bull, segir að Lotus-liðið verði að íhuga hvernig eigi að taka á þessum endurteknu mistökum. "Mér finnst það alvarlegast að þetta gerist hvað ofan í annað," sagði Horner. "Það er í lagi að gera einstaka mistök en maður verður að læra af þeim." "Í raun er hann að stela stigum af liðinu sínu, þeir eru í baráttu um heimsmeistaratitil bílasmiða og ég yrði hissa ef þeim finnst þetta ásættanlegt. Sjö árekstrar vegna mistaka frá Grosjean eru meira en nóg. Webber var fórnarlamb í dag og það kostaði hann verðlaunasæti hið minnsta." Annar liðstjóri sagði ótrúlegt ef Grosjean fengi að halda sæti sínu hjá Lotus á næsta ári. Aðrir málsmetandi aðilar spurðu sig að því hvort Eric Bouillier, liðstjóri Lotus, væri þegar búinn að gera ráðstafanir. Sjálfur var Grosjean vonsvikinn með sjálfan sig þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir mótið. Hann komst í gegnum fyrsta hringinn en þurfti að sækja nýjan framvæng á bíl sinn áður en hann gat haldið áfram. Hann dró sig svo úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. "Ég var að reyna að klessa ekki á neinn, það bara gekk ekki," sagði niðurlútur Grosjean og bætti við að honum þætti sjálfum mistökin heimskuleg. "Alveg síðan mér var bannað að keppa á Ítalíu hefur það verið forgangsatriði að fara varlega í ræsingum." "Ég var að fylgjast með Perez vinstra megin við mig til að tryggja að ég myndi ekki snerta hann," segir Grosjean. "Það var þó nokkur hraðamunur á mér og Webber þegar við komum inn í fyrstu beygju og það kom mér á óvart og ég klessti á hann. Þetta var heimskulegt." Webber ræddi við Grosjean eftir mótið og var eðlilega óánægður. "Ég afsakaði mig og við verðum að geyma þetta í fortíðinni." Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull var ekki ánægður með Romain Grosjean eftir kappaksturinn í Japan í morgun. Grosjean hélt uppteknum hætti og ók á keppinauta sína strax eftir ræsingu. Í þetta sinn varð Webber að þjást. Grosjean ók Lotus-bíl sínum inn í hliðina á Webber og snéri Red Bull-bílnum með þeim afleiðingum að Webber varð að fara inn á þjónustusvæðið áður en hann gat haldið áfram. Webber hafði ræst í öðru sæti, var þegar fallinn í þriðja sæti á eftir Kamui Kobayashi en þurfti að sætta sig við að ljúka mótinu í níunda sæti. Christian Horner, liðstjóri Red Bull sagði eftir mótið að Webber hefði ekið stórkoslega alla keppnina og að forvitnilegt væri að vita hvar hann hefði endað ef Grosjean hefði ekki tekið hann út. "Ég hef ekki enn séð hvað gerðist í ræsingunni en strákarnir í liðinu staðfestu að það hefði verið hinn sturlaði Grosjean," sagði Webber við fjölmiðla eftir mótið. "Allir eru að keppa um að ná góðum úrslitum hverja helgi en Grosjean virðist aðeins reyna að komast í gegnum þriðju beygju eins hratt og hann getur." "Þetta er ótrúlega pirrandi og kannski þarf hann að fá annað frí," sagði Webber og vísaði til refsingarinnar sem Grosjean fékk eftir árekstur í fyrstu beygju í Belgíu. Þá fékk hann ekki að taka þátt í næsta móti. "Hann þarf að láta athuga með sjálfan sig, þetta er aðeins hans sök." "Hversu mörg mistök máttu gera? Hversu oft getur þú bara gert sömu vitleysuna? Þessi fyrstuhringjamistök eru vandræðaleg fyrir hann," sagði Webber. Mistökin gætu mótað framtíð Grosjean í Formúlu 1Grosjean náði að halda áfram eftir samstuðið.Christian Horner, liðstjóri Red Bull, segir að Lotus-liðið verði að íhuga hvernig eigi að taka á þessum endurteknu mistökum. "Mér finnst það alvarlegast að þetta gerist hvað ofan í annað," sagði Horner. "Það er í lagi að gera einstaka mistök en maður verður að læra af þeim." "Í raun er hann að stela stigum af liðinu sínu, þeir eru í baráttu um heimsmeistaratitil bílasmiða og ég yrði hissa ef þeim finnst þetta ásættanlegt. Sjö árekstrar vegna mistaka frá Grosjean eru meira en nóg. Webber var fórnarlamb í dag og það kostaði hann verðlaunasæti hið minnsta." Annar liðstjóri sagði ótrúlegt ef Grosjean fengi að halda sæti sínu hjá Lotus á næsta ári. Aðrir málsmetandi aðilar spurðu sig að því hvort Eric Bouillier, liðstjóri Lotus, væri þegar búinn að gera ráðstafanir. Sjálfur var Grosjean vonsvikinn með sjálfan sig þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir mótið. Hann komst í gegnum fyrsta hringinn en þurfti að sækja nýjan framvæng á bíl sinn áður en hann gat haldið áfram. Hann dró sig svo úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. "Ég var að reyna að klessa ekki á neinn, það bara gekk ekki," sagði niðurlútur Grosjean og bætti við að honum þætti sjálfum mistökin heimskuleg. "Alveg síðan mér var bannað að keppa á Ítalíu hefur það verið forgangsatriði að fara varlega í ræsingum." "Ég var að fylgjast með Perez vinstra megin við mig til að tryggja að ég myndi ekki snerta hann," segir Grosjean. "Það var þó nokkur hraðamunur á mér og Webber þegar við komum inn í fyrstu beygju og það kom mér á óvart og ég klessti á hann. Þetta var heimskulegt." Webber ræddi við Grosjean eftir mótið og var eðlilega óánægður. "Ég afsakaði mig og við verðum að geyma þetta í fortíðinni."
Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira