Bitur Barrichello: Reynsluleysi skaðar Williams Birgir Þór Harðarson skrifar 5. október 2012 15:15 Barrichello (til vinstri) þrufti að víkja fyrir Bruno Senna (til hægri) hjá Williams fyrir tímabilið í ár. nordicphotos/AFP Rubens Barrichello, fyrrum ökuþór Williams, Ferrari og Honda í Formúlu 1, er enn bitur yfir því að hafa ekki fengið samning sinn við Williams-liðið framlengdan síðasta vetur. Hann segir að reynsluleysi ökuþóra liðsins í ár sé að koma niður á getu þess. Williams hefur þurft að ganga í gegnum hvert svekkelsið á fætur öðru síðan Pastor Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í maí. Síðan þá hefur Maldonado ekki fengið stig. "Sannleikurinn er sá að bíllinn þeirra er mjög góður," sagði Barrichello við brasilíska útvarpstöð. "Williams hefur smíðað mun betri bíl en ég hafði í fyrra og hafa staðið sig ótrúlega vel." "Það er samt skömm af þessu því ég held að þeir gætu verið betri og verið með tvöföld þau stig sem Williams hefu núna. Þetta gerist auðvitað af því að liðið er með óreynda ökumenn. Þeir eru kannski fljótir en vita ekki hvernig á að nýta búnaðinn sem stendur þeim til boða." Barrichello hefur ekið flest mót í Formúlu 1 af öllum ökumönnum í heiminum eða 322 mót. Hann keppir nú í Bandaríkjunum. Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Rubens Barrichello, fyrrum ökuþór Williams, Ferrari og Honda í Formúlu 1, er enn bitur yfir því að hafa ekki fengið samning sinn við Williams-liðið framlengdan síðasta vetur. Hann segir að reynsluleysi ökuþóra liðsins í ár sé að koma niður á getu þess. Williams hefur þurft að ganga í gegnum hvert svekkelsið á fætur öðru síðan Pastor Maldonado vann kappaksturinn á Spáni í maí. Síðan þá hefur Maldonado ekki fengið stig. "Sannleikurinn er sá að bíllinn þeirra er mjög góður," sagði Barrichello við brasilíska útvarpstöð. "Williams hefur smíðað mun betri bíl en ég hafði í fyrra og hafa staðið sig ótrúlega vel." "Það er samt skömm af þessu því ég held að þeir gætu verið betri og verið með tvöföld þau stig sem Williams hefu núna. Þetta gerist auðvitað af því að liðið er með óreynda ökumenn. Þeir eru kannski fljótir en vita ekki hvernig á að nýta búnaðinn sem stendur þeim til boða." Barrichello hefur ekið flest mót í Formúlu 1 af öllum ökumönnum í heiminum eða 322 mót. Hann keppir nú í Bandaríkjunum.
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira