Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o skoraði bæði mörk rússneska félagsins Anzhi þegar liðið vann 2-0 heimasigur á svissneska liðinu Young Boys í öðrum leik liðanna í A-riðli Evrópudeildarinnar. Anzhi hefur stigi meira en Liverpool sem spilar seinna í kvöld.
Anzhi hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í Evrópudeildinni á þessu tímabili en liðið þurfti að fara í gegnum þrjár umferðir til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppninni.
Samuel Eto´o hefur verið sjóðheitur í Evrópuleikjum Anzhi á þessari leiktíð og er nú kominn með sjö mörk í átta leikjum. Fyrra mark hans var úr vítaspyrnu en það síðara kom á lokamínútu leiksins.
Inter Milan komst í 3-0 í fyrri hálfeik í 3-1 sigri á Neftchi Baku í Aserbaídjan og Rubin Kazan vann 2-0 heimasigur á Partizan Belgrad en allir þessir leikir hófust klukkan 16.00.
Úrslit úr fyrstu leikjum dagsins í Evrópudeildinni:
A-riðill
16:00 Anzhi Makhachkala - Young Boys 2-0
1-0 Samuel Eto´o (62.), 2-0 Samuel Eto´o (90.).
H-riðill
16:00 Neftchi Baku - Inter Milan 1-3
0-1 Coutinho (10.), 0-2 Joel Chukwuma Obi (30.), 0-3 Marko Livaja (42.), 1-3 Nicolas Canales (53.).
16:00 Rubin Kazan - Partizan Belgrad 0-2
1-0 Gökdeniz Karadeniz (45.), 0-2 Aleksandr Ryazantsev (48.)
Samuel Eto´o skoraði bæði mörk Anzhi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn




Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti