Sauber kannar Schumacher fyrir næstu vertíð Birgir Þór Harðarson skrifar 2. október 2012 19:15 Ákveði Schumacher ekki að hætta eru nokkrar líkur á að hann aki Sauber-bíl á næsta ári. nordicphotos/afp Ákveði Michael Schumacher ekki að draga sé í hlé öðru sinni á ferlinum í lok ársins gæti vel farið svo að hann aki fyrir Sauber-liðið á næsta ári. Yfirmenn Sauber segjast vera að athuga þennan möguleika. Schumacher hefur ekki keppnissæti hjá Mercedes-liðinu á næsta ári. Samningur hans rennur út í lok ársins og hann fékkst ekki endurnýjaður því Lewis Hamilton mun aka annari silfurörinni í stað Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi segist enn ekki tilbúinn til að ákveða um framhald ferils síns. Flestir málsmetandi aðilar innan Formúlunnar telja Schumacher vera á útleið í annað sinn. Flestir eru þó á einu máli um að Schumacher hafi enn þá það sem til þarf til að standa í baráttunni og að hann gæti jafnvel unnið mót haldi hann áfram og fái til þess rétt tæki. Áttundi heimsmeistaratitillinn er þó að öllum líkindum langt undan. Edd Straw, ritstjóri Formúlu 1-síðna hjá Autosport, ritar á vefinn: "Nú er ég ekki að segja að hann sé sami ökumaður og hann var. Það er óhugsandi að Schumacher muni geta unnið annan heimsmeistaratitil, jafnvel þó hann komi sér fyrir í mjög góðum bíl, en hann er langt frá því að vera lélegasti ökuþórinn á ráslínunni." Schumacher gæti því vel haldið áfram og þá er Sauber líklegasti kosturinn. Sergio Perez er á leið til McLaren á næsta ári og því opnast sæti þar. "Að sjálfsögðu er þetta ljómandi kostur. Og að sjálfsögðu munum við athuga hvort við getum komið sjöföldum heimsmeistara í bílinn ef hann er á markaðinum." sagði Monisha Kaltenborn, framkvæmdastjóri Sauber, við BBC Sport. "Michael hefur aðeins ekið fyrir stóra bílaframleiðendur sem við hjá Sauber getum í raun ekki borið okkur saman við." Talið er að í þessum orðum Kaltenborn felist vísbending um að með Schumacher fái Sauber-liðið Mercedes-vélar, þær öflugustu á ráslínunni. Sauber hefur síðasta áratug eða svo ekið með Ferrari-vélar í skottinu og verið eins konar uppeldisstöð fyrir Ferrari-liðið. Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ákveði Michael Schumacher ekki að draga sé í hlé öðru sinni á ferlinum í lok ársins gæti vel farið svo að hann aki fyrir Sauber-liðið á næsta ári. Yfirmenn Sauber segjast vera að athuga þennan möguleika. Schumacher hefur ekki keppnissæti hjá Mercedes-liðinu á næsta ári. Samningur hans rennur út í lok ársins og hann fékkst ekki endurnýjaður því Lewis Hamilton mun aka annari silfurörinni í stað Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi segist enn ekki tilbúinn til að ákveða um framhald ferils síns. Flestir málsmetandi aðilar innan Formúlunnar telja Schumacher vera á útleið í annað sinn. Flestir eru þó á einu máli um að Schumacher hafi enn þá það sem til þarf til að standa í baráttunni og að hann gæti jafnvel unnið mót haldi hann áfram og fái til þess rétt tæki. Áttundi heimsmeistaratitillinn er þó að öllum líkindum langt undan. Edd Straw, ritstjóri Formúlu 1-síðna hjá Autosport, ritar á vefinn: "Nú er ég ekki að segja að hann sé sami ökumaður og hann var. Það er óhugsandi að Schumacher muni geta unnið annan heimsmeistaratitil, jafnvel þó hann komi sér fyrir í mjög góðum bíl, en hann er langt frá því að vera lélegasti ökuþórinn á ráslínunni." Schumacher gæti því vel haldið áfram og þá er Sauber líklegasti kosturinn. Sergio Perez er á leið til McLaren á næsta ári og því opnast sæti þar. "Að sjálfsögðu er þetta ljómandi kostur. Og að sjálfsögðu munum við athuga hvort við getum komið sjöföldum heimsmeistara í bílinn ef hann er á markaðinum." sagði Monisha Kaltenborn, framkvæmdastjóri Sauber, við BBC Sport. "Michael hefur aðeins ekið fyrir stóra bílaframleiðendur sem við hjá Sauber getum í raun ekki borið okkur saman við." Talið er að í þessum orðum Kaltenborn felist vísbending um að með Schumacher fái Sauber-liðið Mercedes-vélar, þær öflugustu á ráslínunni. Sauber hefur síðasta áratug eða svo ekið með Ferrari-vélar í skottinu og verið eins konar uppeldisstöð fyrir Ferrari-liðið.
Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira