Lönduðu 122 löxum í Stóru-Laxá 1. október 2012 19:47 Karl Logason, einnig þekktur sem Saxi, heldur hér á 100 sentímetra laxi sem veiddist í Stóru-Laxá í gær. Mynd / Sogsmenn Veiðiklúbburinn Sogsmenn lokaði svæði I og II í Stóru-Laxá um helgina með því að fá 47 laxa. "Þá er árlegri veislu í Stóru Laxá l-ll lokið þetta árið," segir á vef Sogsmanna. "Við félagarnir vorum svo heppnir að vera með lokahollið sem stóð fyllilega undir væntingum. Alls komu 47 laxar á land hjá okkur sem veiddust mjög víða á svæðinu." Stærsti laxinn um helgina mældist 100 sentímetra langur. Þeir Sogsmenn hafa nú farið í þrjá túra í Stóru-Laxá á rúmri viku. Tvisvar hafa þeir veitt á svæði I og II og einu sinni á svæði IV. Í þessum ferðum hafa þeir samtals náð 122 löxum. Eins og áður sagði fengu þeir 47 laxa nú um helgina á svæði I og II, þá lönduðu þeir 61 laxi á svæði I og II fyrir rúmri viku og 14 löxum á svæði IV í síðustu viku eins og greint var frá á Veiðivísi á föstudaginn. Sannarlega góð veiði hjá þeim félögum.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Veiðiklúbburinn Sogsmenn lokaði svæði I og II í Stóru-Laxá um helgina með því að fá 47 laxa. "Þá er árlegri veislu í Stóru Laxá l-ll lokið þetta árið," segir á vef Sogsmanna. "Við félagarnir vorum svo heppnir að vera með lokahollið sem stóð fyllilega undir væntingum. Alls komu 47 laxar á land hjá okkur sem veiddust mjög víða á svæðinu." Stærsti laxinn um helgina mældist 100 sentímetra langur. Þeir Sogsmenn hafa nú farið í þrjá túra í Stóru-Laxá á rúmri viku. Tvisvar hafa þeir veitt á svæði I og II og einu sinni á svæði IV. Í þessum ferðum hafa þeir samtals náð 122 löxum. Eins og áður sagði fengu þeir 47 laxa nú um helgina á svæði I og II, þá lönduðu þeir 61 laxi á svæði I og II fyrir rúmri viku og 14 löxum á svæði IV í síðustu viku eins og greint var frá á Veiðivísi á föstudaginn. Sannarlega góð veiði hjá þeim félögum.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði