Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 28-23 | Haukar enn ósigraðir Kolbeinn Tumi Daðason í Schenker-höllinni skrifar 21. október 2012 16:30 Mynd/Vilhelm Haukar unnu öruggan heimasigur á Valsmönnum í N1-deild karla í handbolta í dag. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda og unnu fimm marka sigur 28-23. Hafnfirðingar eru enn ósigraðir í deildinni í vetur. Haukar mættu betur stemmdir á heimavelli sínum í kvöld. Fjögur mörk í röð breyttu stöðunni úr 3-3 í 7-3 og var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, skiljanlega áhyggjufullur og tók leikhlé. Valsmenn löguðu stöðuna í 9-8 og fengu tækifæri til að jafna leikinn en tókst ekki og Haukar tóku frumkvæðið á ný. Innkoma Litháans Giedrius Morkunas í mark heimamanna hafði sitt að segja en Aron Rafn Eðvarsson hafði aðeins varið eitt skot á fyrsta stundarfjórðungnum. Frábært mark Atla Márs Bárusonar á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins gaf Valsmönnum ástæðu til að fara fagnandi til búningsherbergja fjórum mörkum undir, 15-11. Markverðir Valsmanna vilja væntanlega gleyma fyrri hálfleiknum sem fyrst. Lárus Helgi varði tvö skot og Hlynur Morthens ekkert. Gestirnir af Hlíðarenda skoruðu fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins en nær komust þeir ekki. Haukar héldu Valsmönnum í hæfilegri fjarlægð allt til loka og unnu fimm marka sigur, 28-23. Árni Steinn Steinþórsson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir heimamenn en fimm marks Stefáns Rafns komu úr vítum. Hjá gestunum skoruðu Gunnar Malmquist og Finnur Ingi Stefánsson fimm mörk hvor. Haukar halda toppsætinu, hafa níu stig eftir fimm leiki. Valsmenn sitja áfram í 6. sæti deildarinnar með þrjú stig. Patrekur Jóhannesson: Stjórn Vals sýnir hugrekki„Maður er alltaf svekktur að tapa. Við komum hingað til þess að vinna. Þó svo að við höfum ekki verið sigurstranglegri fyrir leikinn er maður pínusvekktur að hafa ekki náð betri leik," sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals. Valsmenn töpuðu nokkuð mörgum boltum í sókninni sem hjálpuðu ekki til þegar liðið reyndi að vinna upp forskot heimamanna. „Ef þú greinir liðið sem við erum með þá eru margir að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsbolta. Það er eðlilegt að það komi smá skjálfti í menn. Það komu kaflar inni á milli þar sem við vorum að spila ágætlega en svo líka kaflar þar sem var ákveðið vonleysi. Það er eitthvað sem verður örugglega í vetur hjá svona glænýju liði," segir Patrekur sem minnti enn frekar á litla reynslu sinna manna. „Það sem er jákvætt er að við erum að spila á mörgum gæjum úr öðrum og þriðja flokki. Það eru ekki mörg lið sem eru að gera það í dag. Haukaliðið er ótrúlega vel mannað og margir sem sitja bara. Þetta er erfiður fasi en ef maður lítur á þá leikmenn sem eru að spila er stjórn Vals að sýna ákveðið hugrekki. Það er mitt að vinna úr því." Patrekur var ánægður með varnarleik sinna manna en ekki markvörsluna. Hlynur og Lárus vörðu samanlagt átta skot í leiknum. „Bubbi (innsk: Hlynur) og Lárus í markinu hafa verið sterkir en áttu ekki góðan dag. Vinnslan í vörninni var mjög góð. Haukarnir skoruðu mikið úr hraðaupphlaupum þ.a. það var frekar sóknin sem klikkaði." Aron Kristjánsson: Vil að Aron standi framar í markinu„Við þurftum að hafa fyrir þessu," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka ánægður með sigur sinna manna, „Þegar við vorum komnir með þokkalegt forskot náðu þeir að spila lengi á okkur, lauma inn marki. Við hefðum þurft einn til tvo bolta í viðbót frá markvörðunum til að ná þægilegra forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron sem telur Aron Rafn, markvörð liðsins, geta betur. „Aron (Rafn) og Birkir Ívar voru sterkir í fyrra. Aron hefur átt mjög góða leiki inn á milli í vetur en þess á milli dottið aðeins niður. Átti fínan fyrri leik í Evrópukeppninni en sá síðari var nokkuð slakur. Auðvitað vil ég sjá hann beittari og standa jafnvel aðeins framar í markinu," sagði Aron sem fannst hans menn missa einbeitingu í síðari hálfleiknum. „Mér fannst við slaka aðeins á klónni þegar við vorum komnir með sjö marka forskot í seinni hálfleik. Það gerði að að verkum að við þurftum að hafa aðeins meira fyrir þessu síðustu tíu mínúturnar en við hefðum þurft." Þrátt fyrir að Valsmenn hafi hangið í Haukum lengi vel virtist sigurinn aldrei í hættu. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur en var þó aldrei rólegur. Maður verður að halda mönnum á tánum og mér fannst menn vera að berjast fyrir þessu," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Haukar unnu öruggan heimasigur á Valsmönnum í N1-deild karla í handbolta í dag. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda og unnu fimm marka sigur 28-23. Hafnfirðingar eru enn ósigraðir í deildinni í vetur. Haukar mættu betur stemmdir á heimavelli sínum í kvöld. Fjögur mörk í röð breyttu stöðunni úr 3-3 í 7-3 og var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, skiljanlega áhyggjufullur og tók leikhlé. Valsmenn löguðu stöðuna í 9-8 og fengu tækifæri til að jafna leikinn en tókst ekki og Haukar tóku frumkvæðið á ný. Innkoma Litháans Giedrius Morkunas í mark heimamanna hafði sitt að segja en Aron Rafn Eðvarsson hafði aðeins varið eitt skot á fyrsta stundarfjórðungnum. Frábært mark Atla Márs Bárusonar á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins gaf Valsmönnum ástæðu til að fara fagnandi til búningsherbergja fjórum mörkum undir, 15-11. Markverðir Valsmanna vilja væntanlega gleyma fyrri hálfleiknum sem fyrst. Lárus Helgi varði tvö skot og Hlynur Morthens ekkert. Gestirnir af Hlíðarenda skoruðu fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins en nær komust þeir ekki. Haukar héldu Valsmönnum í hæfilegri fjarlægð allt til loka og unnu fimm marka sigur, 28-23. Árni Steinn Steinþórsson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir heimamenn en fimm marks Stefáns Rafns komu úr vítum. Hjá gestunum skoruðu Gunnar Malmquist og Finnur Ingi Stefánsson fimm mörk hvor. Haukar halda toppsætinu, hafa níu stig eftir fimm leiki. Valsmenn sitja áfram í 6. sæti deildarinnar með þrjú stig. Patrekur Jóhannesson: Stjórn Vals sýnir hugrekki„Maður er alltaf svekktur að tapa. Við komum hingað til þess að vinna. Þó svo að við höfum ekki verið sigurstranglegri fyrir leikinn er maður pínusvekktur að hafa ekki náð betri leik," sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals. Valsmenn töpuðu nokkuð mörgum boltum í sókninni sem hjálpuðu ekki til þegar liðið reyndi að vinna upp forskot heimamanna. „Ef þú greinir liðið sem við erum með þá eru margir að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsbolta. Það er eðlilegt að það komi smá skjálfti í menn. Það komu kaflar inni á milli þar sem við vorum að spila ágætlega en svo líka kaflar þar sem var ákveðið vonleysi. Það er eitthvað sem verður örugglega í vetur hjá svona glænýju liði," segir Patrekur sem minnti enn frekar á litla reynslu sinna manna. „Það sem er jákvætt er að við erum að spila á mörgum gæjum úr öðrum og þriðja flokki. Það eru ekki mörg lið sem eru að gera það í dag. Haukaliðið er ótrúlega vel mannað og margir sem sitja bara. Þetta er erfiður fasi en ef maður lítur á þá leikmenn sem eru að spila er stjórn Vals að sýna ákveðið hugrekki. Það er mitt að vinna úr því." Patrekur var ánægður með varnarleik sinna manna en ekki markvörsluna. Hlynur og Lárus vörðu samanlagt átta skot í leiknum. „Bubbi (innsk: Hlynur) og Lárus í markinu hafa verið sterkir en áttu ekki góðan dag. Vinnslan í vörninni var mjög góð. Haukarnir skoruðu mikið úr hraðaupphlaupum þ.a. það var frekar sóknin sem klikkaði." Aron Kristjánsson: Vil að Aron standi framar í markinu„Við þurftum að hafa fyrir þessu," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka ánægður með sigur sinna manna, „Þegar við vorum komnir með þokkalegt forskot náðu þeir að spila lengi á okkur, lauma inn marki. Við hefðum þurft einn til tvo bolta í viðbót frá markvörðunum til að ná þægilegra forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron sem telur Aron Rafn, markvörð liðsins, geta betur. „Aron (Rafn) og Birkir Ívar voru sterkir í fyrra. Aron hefur átt mjög góða leiki inn á milli í vetur en þess á milli dottið aðeins niður. Átti fínan fyrri leik í Evrópukeppninni en sá síðari var nokkuð slakur. Auðvitað vil ég sjá hann beittari og standa jafnvel aðeins framar í markinu," sagði Aron sem fannst hans menn missa einbeitingu í síðari hálfleiknum. „Mér fannst við slaka aðeins á klónni þegar við vorum komnir með sjö marka forskot í seinni hálfleik. Það gerði að að verkum að við þurftum að hafa aðeins meira fyrir þessu síðustu tíu mínúturnar en við hefðum þurft." Þrátt fyrir að Valsmenn hafi hangið í Haukum lengi vel virtist sigurinn aldrei í hættu. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur en var þó aldrei rólegur. Maður verður að halda mönnum á tánum og mér fannst menn vera að berjast fyrir þessu," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira