Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR 19. október 2012 14:12 Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, sést hér við opnun Norðurár síðastliðið sumar. Mynd / Trausti Hafliðason Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur birt yfirlýsingu um samningsslitin við Veiðifélag Norðurár á vefsíðunni svfr.is. Yfirlýsing SVFR: „Í kjölfar veiðibrestsins í sumar hefur stjórn SVFR lagt allt kapp á að tryggja að ákveðinn stöðugleika í verði veiðileyfa fyrir næsta sumar. Við teljum engar forsendur vera fyrir verulegum hækkunum á verðum veiðileyfa og höfum því rætt við flesta okkar viðsemjendur um að koma til móts við okkur, helst með óbreytt verð á milli ára. Síðastliðið vor var samið við Veiðifélag Norðurár um leigu næstu tveggja ára. Eftir aflabrestinn í sumar óskuðum við eftir breytingum á leiguverði við Veiðifélagið. Því miður þá náðum við einfaldlega ekki saman um verð sem báðir aðilar gátu sætt sig við. Því hafa veiðiréttareigendur við Norðurá og Stangaveiðifélag Reykjavíkur ákveðið að sá tveggja ára samningur sem undirritaður var í vor, gildi aðeins fyrir veiðisumarið 2013. Við höfum átt farsælt 66 ára samstarf við Norðurárbændur og þó við vitum ekki hvert framhaldið verður, þá er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á að endurnýja samstarfið um ánna á einhvern máta sem báðir aðilar geta unað við!"trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur birt yfirlýsingu um samningsslitin við Veiðifélag Norðurár á vefsíðunni svfr.is. Yfirlýsing SVFR: „Í kjölfar veiðibrestsins í sumar hefur stjórn SVFR lagt allt kapp á að tryggja að ákveðinn stöðugleika í verði veiðileyfa fyrir næsta sumar. Við teljum engar forsendur vera fyrir verulegum hækkunum á verðum veiðileyfa og höfum því rætt við flesta okkar viðsemjendur um að koma til móts við okkur, helst með óbreytt verð á milli ára. Síðastliðið vor var samið við Veiðifélag Norðurár um leigu næstu tveggja ára. Eftir aflabrestinn í sumar óskuðum við eftir breytingum á leiguverði við Veiðifélagið. Því miður þá náðum við einfaldlega ekki saman um verð sem báðir aðilar gátu sætt sig við. Því hafa veiðiréttareigendur við Norðurá og Stangaveiðifélag Reykjavíkur ákveðið að sá tveggja ára samningur sem undirritaður var í vor, gildi aðeins fyrir veiðisumarið 2013. Við höfum átt farsælt 66 ára samstarf við Norðurárbændur og þó við vitum ekki hvert framhaldið verður, þá er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á að endurnýja samstarfið um ánna á einhvern máta sem báðir aðilar geta unað við!"trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði