Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Haukar 22-27 | Myndir Henry Birgir Gunnarsson í Mosfellsbæ skrifar 10. október 2012 11:58 Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason Olís-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira