Jean-Claude Mas, stofnanda brjóstapúðafyrirtækisins PIP, hefur verið sleppt úr fangelsi. Síðustu átta mánuði hefur Mas setið í bak við lás og slá, eða eftir að í ljós kom að galli væri í brjóstapúðum fyrirtækisins.
Þó svo að dómsmálayfirvöld í Frakklandi hafi ákveðið að sleppa Mas úr haldi þá verður ferðafrelsi hans takmarkað. Sjálf réttarhöldin yfir honum hefjast í mars á næsta ári.
Talið er að um hálf milljón kvenna hafi látið setja í sig brjóstapúða frá PIP. Fyrirtækið hætti störfum árið 2010 eftir að upp komst að iðnaðarsílikon hafði verið notað í púðana.
Mas hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið konum alvarlegum skaða með framleiðslu púðanna.