Kosningastjóri forsetans vinnur fyrir Árna Pál VG skrifar 29. október 2012 11:39 Árni Páll Árnason ætlar að verja fyrsta sætið. Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. Árni Páll er þegar í fyrsta sætinu og freistast nú til þess að verja stöðu sína, en fjármála- og efnahagsráðherrann, Katrín Júlíusdóttir, sækist einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Hún náði öðru sætinu í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þannig er óhætt að segja að hart verði barist í forvalinu. Ólafía vann meðal annars fyrir Ólaf Ragnar þegar hann var fyrst kosinn. Svo stjórnaði hún framboði hans í síðustu forsetakosningum þar sem Ólafur fór örugglega með sigur af hólmi. En Ólafía hefur áður unnið fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Árið 2005 var hún kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í formannskjöri hennar gegn Össuri Skarphéðinssyni, þar sem Ingibjörg sigraði örugglega. Árni Páll hefur einnig gefið kost á sér í formann Samfylkingarinnar en þær kosningar fara ekki fram fyrr en á landsfundi flokksins á næsta ári. Ólafía mun einnig fylgja Árna Páli í gegnum þann slag, hvernig sem fer í forvalinu.Ólafía B. Rafnsdóttir hefur vægast sagt verið sigursæl sem kosningastjóri síðastliðin ár. En hún þakkar góðum frambjóðendum gott gengi.„Ég hef aldrei tapað," segir Ólafía í samtali við Vísi en bætir auðmjúk við: „En ég hef líka alltaf haft góða frambjóðendur." Alls hafa tíu boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember. Nú vinna allir hörðum höndum að því að skrá fólk í flokkinn en skráningu lýkur næstu helgi. Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, og svo auðvitað Árni Páll Árnason, alþingismaður, sem býður sig fram í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti. Þingmenn kjördæmisins eru þau Katrín og Árni Páll og svo Lúðvík og Magnús Orri. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. Árni Páll er þegar í fyrsta sætinu og freistast nú til þess að verja stöðu sína, en fjármála- og efnahagsráðherrann, Katrín Júlíusdóttir, sækist einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Hún náði öðru sætinu í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þannig er óhætt að segja að hart verði barist í forvalinu. Ólafía vann meðal annars fyrir Ólaf Ragnar þegar hann var fyrst kosinn. Svo stjórnaði hún framboði hans í síðustu forsetakosningum þar sem Ólafur fór örugglega með sigur af hólmi. En Ólafía hefur áður unnið fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Árið 2005 var hún kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í formannskjöri hennar gegn Össuri Skarphéðinssyni, þar sem Ingibjörg sigraði örugglega. Árni Páll hefur einnig gefið kost á sér í formann Samfylkingarinnar en þær kosningar fara ekki fram fyrr en á landsfundi flokksins á næsta ári. Ólafía mun einnig fylgja Árna Páli í gegnum þann slag, hvernig sem fer í forvalinu.Ólafía B. Rafnsdóttir hefur vægast sagt verið sigursæl sem kosningastjóri síðastliðin ár. En hún þakkar góðum frambjóðendum gott gengi.„Ég hef aldrei tapað," segir Ólafía í samtali við Vísi en bætir auðmjúk við: „En ég hef líka alltaf haft góða frambjóðendur." Alls hafa tíu boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember. Nú vinna allir hörðum höndum að því að skrá fólk í flokkinn en skráningu lýkur næstu helgi. Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, og svo auðvitað Árni Páll Árnason, alþingismaður, sem býður sig fram í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti. Þingmenn kjördæmisins eru þau Katrín og Árni Páll og svo Lúðvík og Magnús Orri.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira