Hrikalega stór lömb í Djúpinu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2012 22:30 Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. „Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt". Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á hverju ári, þá með fimm efstu. Afurðameira sauðfé finnst vart á landinu og streyma sauðfjárbændur til Indriða í hrönnum á haustin til að kaupa af honum líflömb. Kynbótalömb þaðan eru seld á hverju hausti til á annað hundrað bænda vítt um land og í haust bættust 20 bú við. Þegar við spyrjum hver sé galdurinn nefnir hann framúrskarandi sauðfjárland í Djúpinu, stöðugar kynbætur en einnig þurfi stöðugt að hugsa vel um skepnurnar. Sauðkindin megi aldrei ganga úr holdum. „Ég hef stundum verið gapandi hissa yfir þegar þær koma af fjalli á haustin, - svoleiðis steinhissa á því hvað í ósköpum þessir dilkar geta hlaðið á sig af kjöti á þessum örstutta sumartíma." Indriði segist ekki gefa neinn fóðurbæti og þær séu ekki settar á fóðurkál. Haglendið sé undirstaðan en allir aðrir þættir verði einnig að vera í lagi. Landbúnaður Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. „Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt". Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á hverju ári, þá með fimm efstu. Afurðameira sauðfé finnst vart á landinu og streyma sauðfjárbændur til Indriða í hrönnum á haustin til að kaupa af honum líflömb. Kynbótalömb þaðan eru seld á hverju hausti til á annað hundrað bænda vítt um land og í haust bættust 20 bú við. Þegar við spyrjum hver sé galdurinn nefnir hann framúrskarandi sauðfjárland í Djúpinu, stöðugar kynbætur en einnig þurfi stöðugt að hugsa vel um skepnurnar. Sauðkindin megi aldrei ganga úr holdum. „Ég hef stundum verið gapandi hissa yfir þegar þær koma af fjalli á haustin, - svoleiðis steinhissa á því hvað í ósköpum þessir dilkar geta hlaðið á sig af kjöti á þessum örstutta sumartíma." Indriði segist ekki gefa neinn fóðurbæti og þær séu ekki settar á fóðurkál. Haglendið sé undirstaðan en allir aðrir þættir verði einnig að vera í lagi.
Landbúnaður Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47
Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. 28. október 2012 19:30