Ásgeir farinn að skjóta í Þýskalandi 28. október 2012 16:20 Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við Groß und Kleinkaliberschießen Hannover í annari deild þar sem það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer eitt. Þýska Bundesligan í skotfimi er ein sterkasta landskeppni í skotfimi sem haldin er. Í þýska Skotíþróttasambandinu eru yfir 1.200.000 iðkendur. Keppt er í tveim deildum. Hvorri deild er skipt í fimm héruð og í hverju héraði eru átta lið, hvert með átta skráða keppendur, en fimm keppa hverju sinni, þetta þýðir að í hvorri deild eru 40 lið. Keppnin er ekki kynjaskipt og keppa bestu skyttur hvers félags á jafnréttisgrundvelli. Hvert lið má eingöngu notast við einn erlendan keppanda í hverri keppni en má hafa fjóra á samning. Hverju liði er stillt upp eftir styrkleika frá eitt til fimm þar sem að sterkasti skotmaður er númer eitt. Keppnin er liðakeppni með "duel" fyrirkomulagi, þar sem að skotmenn númer eitt í hvoru liði keppa við hvorn annan og svo koll af kolli, þannig að hvert lið á mest möguleika á fimm sigrum í hverri keppni. Á keppnisdegi keppir hvert lið við tvö önnur í sínu héraði og eftir fjórar þannig keppnir er haldið til úrslita þar sem að Þýskalandsmeistarar í hvorri deild ákvarðast og hvaða lið falla í deild eða fara upp. Hver keppni er 40 skot, skotin á 50 mínútum. Fyrstu keppnum Ásgeirs er lokið, þar sem að hann sigraði andstæðinga sína með yfirburðum, og er lið hans í efsta sæti í Norður-héraði með sigurhlutfall 9-1. Bundesligan stendur yfir frá október til febrúar og í beinu framhaldi hefur Ásgeir keppni í alþjóðamótaröð ISSF fram í ágúst, og einnig mun hann taka þátt á Evrópumeistaramóti í lok febrúar. Alþjóðleg staða Ásgeirs í Ólympískri skotfimi hefur aldrei verið betri. Hann er nú í 22. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu karla og í 16. sæti á Evrópulistanum. Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við Groß und Kleinkaliberschießen Hannover í annari deild þar sem það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer eitt. Þýska Bundesligan í skotfimi er ein sterkasta landskeppni í skotfimi sem haldin er. Í þýska Skotíþróttasambandinu eru yfir 1.200.000 iðkendur. Keppt er í tveim deildum. Hvorri deild er skipt í fimm héruð og í hverju héraði eru átta lið, hvert með átta skráða keppendur, en fimm keppa hverju sinni, þetta þýðir að í hvorri deild eru 40 lið. Keppnin er ekki kynjaskipt og keppa bestu skyttur hvers félags á jafnréttisgrundvelli. Hvert lið má eingöngu notast við einn erlendan keppanda í hverri keppni en má hafa fjóra á samning. Hverju liði er stillt upp eftir styrkleika frá eitt til fimm þar sem að sterkasti skotmaður er númer eitt. Keppnin er liðakeppni með "duel" fyrirkomulagi, þar sem að skotmenn númer eitt í hvoru liði keppa við hvorn annan og svo koll af kolli, þannig að hvert lið á mest möguleika á fimm sigrum í hverri keppni. Á keppnisdegi keppir hvert lið við tvö önnur í sínu héraði og eftir fjórar þannig keppnir er haldið til úrslita þar sem að Þýskalandsmeistarar í hvorri deild ákvarðast og hvaða lið falla í deild eða fara upp. Hver keppni er 40 skot, skotin á 50 mínútum. Fyrstu keppnum Ásgeirs er lokið, þar sem að hann sigraði andstæðinga sína með yfirburðum, og er lið hans í efsta sæti í Norður-héraði með sigurhlutfall 9-1. Bundesligan stendur yfir frá október til febrúar og í beinu framhaldi hefur Ásgeir keppni í alþjóðamótaröð ISSF fram í ágúst, og einnig mun hann taka þátt á Evrópumeistaramóti í lok febrúar. Alþjóðleg staða Ásgeirs í Ólympískri skotfimi hefur aldrei verið betri. Hann er nú í 22. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu karla og í 16. sæti á Evrópulistanum.
Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira