Seldist upp á fyrstu sýningu Ungleiks á þremur dögum Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. október 2012 08:00 Þeir Stefán, Hávarr og Guðbrandur eru hugmyndasmiðir Ungleiks og vonast til að verkefnið festi sig í sessi líkt og Músíktilraunir. Mynd/Valli „Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson. Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson.
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“