Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 24. október 2012 17:52 Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, þreytir hér lax við opnun Norðurár síðasta sumar. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, er honum til halds og trausts. Mynd / Trausti Hafliðason „Við erum nú þegar búin að heyra í tveimur áhugasömum aðilum. Annar hafði samband strax á sunnudaginn en hinn á mánudaginn," segir Birna G. Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár í samtali við Veiðivísi. „Það er ekki tímabært að segja hverjir þetta eru en þetta voru óformlegar þreifingar og við eigum eftir að sjá hvert þetta leiðir okkur. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið en ég á samt von á því að heyra aftur í þessum aðilum." Samkvæmt heimildum Veiðivísis eru þeir sem hafa sýnt áhuga á Norðurá nú þegar á markaðnum með aðra á eða ár á leigu. Einn stærsti veiðileyfasali landsins, Lax-á, er ekki annar þessara tveggja. Á föstudaginn bárust þær fréttir að Veiðifélag Norðurár hefði hafnað ósk Stangaveiðifélags Reykjavíkur um lækkun á leiguverði. Stangaveiðifélagið hefur verið með ána á leigu í 66 ár og skrifaði síðasta vor undir tveggja ára leigusamning eða út sumarið 2014. Samkvæmt samningnum átti leigan að hækka um 20 prósent um áramótin. Vegna lélegrar veiði í sumar taldi Stangaveiðifélagið forsendubrest vera fyrir þeim hækkunum og vildi semja upp á nýtt. Forsvarsmenn Veiðifélags Norðurár og Stangaveiðifélagsins áttu marga fundi um málið en niðurstaðan varð sem sagt sú að stytta gildandi samning um eitt ár en samkvæmt því verður Norðurá laus til leigu eftir næsta sumar. Samkvæmt heimildum Veiðivísis er enn óvíst hversu mikið leigan hækkar nú um áramótin. Veiðifélagið og Stangaveiðifélagið eiga enn eftir að komast að niðurstöðu um það. Veiðiréttarhafar gagnrýndirHorft niður að á frá veiðihúsinu.Mynd / Svavar HávarðssonVeiðiréttarhafar hafa sætt töluverðri gagnrýni í þeirri umræðu sem nú á sér stað um verð veiðileyfa. Hvernig slær þessi umræða Birnu? „Það hringdi nú maður í mig í gærmorgun og sagði að ég væri tapari. Að ég hefði tapað þessari umræðu," segir Birna. „Ég held nú samt alveg ró minni yfir þessu öllu saman. Ég get alveg skilið íslenska veiðimenn. Þeim finnst þetta orðið allt of dýrt og við vera gráðug en á meðan að einhverjar ár seljast á þessum prísum þá er mjög óeðlilegt að stjórn Veiðifélags Norðurár lækki leiguna. Hvort það er hins vegar vitlaust mat og allar hinar árnar eigi að lækka er annað mál og ekki mitt að meta. Við teljum okkur vera með vöru sem er í topp tíu og ef aðrar ár í sama flokki eru að seljast út á góðan pening og menn telja sig geta ráðið við það þá er fullkomlega eðlilegt að eigendur Norðurár hugsi sinn gang." Birna segir það síðan aðra umræðu á hvaða markaði þessar dýru ár séu í raun. „Það er alveg þess virði að taka þá umræðu. Er fyrst og fremst verið að reyna að selja erlendum veiðimönnum leyfi eða innlendum. Þegar spurt er um verð veiðileyfa skiptir höfuðmáli hvort íslenskir veiðimenn eru spurðir eða erlendir. Útlendingunum þykja veiðileyfi hér almennt ekki dýr en því er aftur á móti öfugt farið þegar rætt er við íslenska veiðimenn. Ég vil svo sem ekki meina að ég sé neinn tapari í þessari umræðu. Það fer bara eftir því frá hvaða sjónarhorni þú horfir á hana." Eins og komið hefur fram er alls ekki víst að áin fari í útboð en það veltur einmitt á því hvort stjórn Veiðifélags Norðurár semji áður. Síðan þarf að bera þann samning undir félagsmenn og samþykki þeir hann fer áin ekki útboð en hafni þeir honum er lang líklegast að áin verði boðin út.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
„Við erum nú þegar búin að heyra í tveimur áhugasömum aðilum. Annar hafði samband strax á sunnudaginn en hinn á mánudaginn," segir Birna G. Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár í samtali við Veiðivísi. „Það er ekki tímabært að segja hverjir þetta eru en þetta voru óformlegar þreifingar og við eigum eftir að sjá hvert þetta leiðir okkur. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið en ég á samt von á því að heyra aftur í þessum aðilum." Samkvæmt heimildum Veiðivísis eru þeir sem hafa sýnt áhuga á Norðurá nú þegar á markaðnum með aðra á eða ár á leigu. Einn stærsti veiðileyfasali landsins, Lax-á, er ekki annar þessara tveggja. Á föstudaginn bárust þær fréttir að Veiðifélag Norðurár hefði hafnað ósk Stangaveiðifélags Reykjavíkur um lækkun á leiguverði. Stangaveiðifélagið hefur verið með ána á leigu í 66 ár og skrifaði síðasta vor undir tveggja ára leigusamning eða út sumarið 2014. Samkvæmt samningnum átti leigan að hækka um 20 prósent um áramótin. Vegna lélegrar veiði í sumar taldi Stangaveiðifélagið forsendubrest vera fyrir þeim hækkunum og vildi semja upp á nýtt. Forsvarsmenn Veiðifélags Norðurár og Stangaveiðifélagsins áttu marga fundi um málið en niðurstaðan varð sem sagt sú að stytta gildandi samning um eitt ár en samkvæmt því verður Norðurá laus til leigu eftir næsta sumar. Samkvæmt heimildum Veiðivísis er enn óvíst hversu mikið leigan hækkar nú um áramótin. Veiðifélagið og Stangaveiðifélagið eiga enn eftir að komast að niðurstöðu um það. Veiðiréttarhafar gagnrýndirHorft niður að á frá veiðihúsinu.Mynd / Svavar HávarðssonVeiðiréttarhafar hafa sætt töluverðri gagnrýni í þeirri umræðu sem nú á sér stað um verð veiðileyfa. Hvernig slær þessi umræða Birnu? „Það hringdi nú maður í mig í gærmorgun og sagði að ég væri tapari. Að ég hefði tapað þessari umræðu," segir Birna. „Ég held nú samt alveg ró minni yfir þessu öllu saman. Ég get alveg skilið íslenska veiðimenn. Þeim finnst þetta orðið allt of dýrt og við vera gráðug en á meðan að einhverjar ár seljast á þessum prísum þá er mjög óeðlilegt að stjórn Veiðifélags Norðurár lækki leiguna. Hvort það er hins vegar vitlaust mat og allar hinar árnar eigi að lækka er annað mál og ekki mitt að meta. Við teljum okkur vera með vöru sem er í topp tíu og ef aðrar ár í sama flokki eru að seljast út á góðan pening og menn telja sig geta ráðið við það þá er fullkomlega eðlilegt að eigendur Norðurár hugsi sinn gang." Birna segir það síðan aðra umræðu á hvaða markaði þessar dýru ár séu í raun. „Það er alveg þess virði að taka þá umræðu. Er fyrst og fremst verið að reyna að selja erlendum veiðimönnum leyfi eða innlendum. Þegar spurt er um verð veiðileyfa skiptir höfuðmáli hvort íslenskir veiðimenn eru spurðir eða erlendir. Útlendingunum þykja veiðileyfi hér almennt ekki dýr en því er aftur á móti öfugt farið þegar rætt er við íslenska veiðimenn. Ég vil svo sem ekki meina að ég sé neinn tapari í þessari umræðu. Það fer bara eftir því frá hvaða sjónarhorni þú horfir á hana." Eins og komið hefur fram er alls ekki víst að áin fari í útboð en það veltur einmitt á því hvort stjórn Veiðifélags Norðurár semji áður. Síðan þarf að bera þann samning undir félagsmenn og samþykki þeir hann fer áin ekki útboð en hafni þeir honum er lang líklegast að áin verði boðin út.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði