206 laxar á svæðum SVFR í Soginu 22. október 2012 20:42 Laxveiðin á svæðum SVFR í Soginu var döpur í sumar. Mynd / Trausti Hafliðason Alls veiddust 206 laxar á svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Soginu. Mest veiddist í Bíldsfelli en einungis 18 laxar í Alviðru. Á vef SVFR er fjallað sérstaklega um veiðina í Soginu og hún sundurliðuð eftir svæðum. Þar segir: Bíldsfell Kom best út af veiðisvæðum Sogsins eins og venja er. Til bókar eru skráðir 135 laxar í sumar og skiptist veiðin þannig eftir mánuðum: Júní - 5 laxar. Júlí - 58 laxar. Ágúst - 18 laxar. September - 54 laxar. Ljóst er að sá mánuður sem jafnan er talinn bestur í Soginu brást algjörlega, en alla jafna er langmesta veiðin í ágústmánuði. Veiðin skiptist þannig eftir agni: Fluga 70 laxar, Maðkur 21 lax, Spónn 44 laxar. Stærsti laxinn var 95 cm hængur sem veiddist þann 19. september á fluguna Palmist Rat.Ásgarður Úr Ásgarði fengust aðeins 49 laxar að þessu sinni. Veiðin skiptist þannig eftir mánuðum: Júní - 3 laxar. Júlí - 36 laxar. Ágúst - 7 laxar. September - 3 laxar. Á flugu fengust 20 laxar, á maðk 18 laxar og á spón 11 laxar. Líkt og í Bíldsfelli var veiðin mjög léleg í ágústmánuði eftir að veiðitímabilið hafði farið ágætlega af stað. Stærsti laxinn var 82 cm hængur sem veiddist á flugu í Símastreng þann 10 júlí. Alviðra Það er grátlegt hvað þetta fornfræga veiðisvæði er orðið dapurt, því leitun er að fallegra veiðivatni. Í veiðibókinni er að finna 18 skráningar sem skiptast þannig eftir mánuðum: Júní - 2 laxar. Júlí - 10 laxar. Ágúst - 4 laxar. September - 2 laxar. Eftir agni var skipting eftirfarandi; Fluga 12 laxar, maðkur 2 laxar, spónn 2 laxar, óskráð 2 laxar. Stærsti laxinn fékkst Bæjarstreng þann 8. júlí á spón og var þar á ferðinni tólf punda hængur.Þrastalundur Enn og aftur eru vísbendingar um það að skráning í Þrastalundi sé ófullnægjandi. Á laxasvæðinu eru aðeins skráðir 4 laxar að þessu sinni, tveir í júlí og aðrir tveir í ágústmánuði. Þrír eru skráðir veiddir á flugu og einn á spón, sá stærsti 74 cm veiddur 24. júlí. Á silungasvæðinu við Þrastalund er að finna tvo til viðbótar sem veiddir eru í júlí og ágúst, annar 70 cm og hinn 88 cm.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Alls veiddust 206 laxar á svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Soginu. Mest veiddist í Bíldsfelli en einungis 18 laxar í Alviðru. Á vef SVFR er fjallað sérstaklega um veiðina í Soginu og hún sundurliðuð eftir svæðum. Þar segir: Bíldsfell Kom best út af veiðisvæðum Sogsins eins og venja er. Til bókar eru skráðir 135 laxar í sumar og skiptist veiðin þannig eftir mánuðum: Júní - 5 laxar. Júlí - 58 laxar. Ágúst - 18 laxar. September - 54 laxar. Ljóst er að sá mánuður sem jafnan er talinn bestur í Soginu brást algjörlega, en alla jafna er langmesta veiðin í ágústmánuði. Veiðin skiptist þannig eftir agni: Fluga 70 laxar, Maðkur 21 lax, Spónn 44 laxar. Stærsti laxinn var 95 cm hængur sem veiddist þann 19. september á fluguna Palmist Rat.Ásgarður Úr Ásgarði fengust aðeins 49 laxar að þessu sinni. Veiðin skiptist þannig eftir mánuðum: Júní - 3 laxar. Júlí - 36 laxar. Ágúst - 7 laxar. September - 3 laxar. Á flugu fengust 20 laxar, á maðk 18 laxar og á spón 11 laxar. Líkt og í Bíldsfelli var veiðin mjög léleg í ágústmánuði eftir að veiðitímabilið hafði farið ágætlega af stað. Stærsti laxinn var 82 cm hængur sem veiddist á flugu í Símastreng þann 10 júlí. Alviðra Það er grátlegt hvað þetta fornfræga veiðisvæði er orðið dapurt, því leitun er að fallegra veiðivatni. Í veiðibókinni er að finna 18 skráningar sem skiptast þannig eftir mánuðum: Júní - 2 laxar. Júlí - 10 laxar. Ágúst - 4 laxar. September - 2 laxar. Eftir agni var skipting eftirfarandi; Fluga 12 laxar, maðkur 2 laxar, spónn 2 laxar, óskráð 2 laxar. Stærsti laxinn fékkst Bæjarstreng þann 8. júlí á spón og var þar á ferðinni tólf punda hængur.Þrastalundur Enn og aftur eru vísbendingar um það að skráning í Þrastalundi sé ófullnægjandi. Á laxasvæðinu eru aðeins skráðir 4 laxar að þessu sinni, tveir í júlí og aðrir tveir í ágústmánuði. Þrír eru skráðir veiddir á flugu og einn á spón, sá stærsti 74 cm veiddur 24. júlí. Á silungasvæðinu við Þrastalund er að finna tvo til viðbótar sem veiddir eru í júlí og ágúst, annar 70 cm og hinn 88 cm.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði