Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar sigur Stjörnunnar á Fjölni í Grafarvoginum.
Stjarnan vann á endanum fimmtán stiga sigur, 103-88. Stjarnan byrjaði betur í leiknum en Fjölnir kom sér inn í hann með góðri frammistöðu í þriðja leikhluta. Gestirnir úr Garðabæ höfðu þó betur eftir góðan endasprett.
Tindastóll, Keflavík og KR unnu einnig sigra í sínum leikjum í kvöld.
Úrslit kvöldsins:
Breiðablik - Tindastóll 59-76 (30-33)
Keflavík - Haukar 105-70 (58-35)
KR - KFÍ 91-76 (48-39)
Fjölnir - Stjarnan 88-103 (46-58)
Stjarnan hafði betur gegn Fjölni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
