Kári Gunnarsson er kominn í átta manna úrslit á Iceland International mótinu í badminton eftir sigur á Park Sung Min sem var raðað inn á mótið í sjöunda sæti. Kári sigraði í hörku leik 14 – 21, 21 – 19 og 21 – 17.
Þá tapaði Ítalinn Rosario Maddaloni (3. inn í mótið) sínum leik fyrir Yim Jong Woo í tveimur settum. Norðmaðurinn Marius Myhre (6) tapaði fyrir Ha Young Woong í tveimur settum.
Þá eru Chou Tien Chen (1) Chinise Tapei, Andrew Smith (2) Englandi, Kim Bruun (5) Danmörku og Nikita Khakimov Rússlandi einnig komnir í 8 manna úrslit.
Kári leikur í 8 manna úrslitum gegn Yim Jong Woo og hefst leikur þeirra kl. 11:20 á morgun laugardag
Kári kominn í átta manna úrslit
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn