Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 22:19 Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira