Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar ný verslun sem ber heitið Snúran á Snorrabraut var opnuð um helgina. Lífsstílsbúðin selur allt frá barnafötum upp í fallega hluti á borð við kertastjaka og landakort. Það eru þær María, Guðný og Stefanía sem standa að búðinni sem staðsett er beint á móti Austurbæjarbíó, Snorrabraut 38. Eins og sjá má var gleðin við völd og frábær stemning.