Sport Elítan: Góðir hlutir gerast hægt Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 6. nóvember 2012 11:00 Í dag var ég spurð að því hvað ég myndi helst ráðleggja 14-16 ára ungling sem langar til þess að verða atvinnumaður í íþróttum og það fékk mig til þess að hugsa til baka. Þótt ég sé ekki eldri en 21 árs finnst mér samt vera ótrúlega langt síðan ég var sjálf 16 ára gömul. Ung var ég orðin staðráðin í því að ná langt í íþróttum og var tilbúin til þess að gera allt og fórna öllu til að svo myndi verða. Mér lá lífið á, ég vildi bæta mig, verða best og það strax. Ég byrjaði að fara sjálf á morgunæfingar, æfa lengur en aðrir, gera auka sett og endurtekningar og gera styrktaræfingar á kvöldin. Ég kepptist við að toppa sjálfa mig og alltaf gera aðeins meira en í síðustu viku. Ég hafði engan tíma til þess að vera bara 16 ára unglingur og leyfa líkamanum að taka út þann þroska sem líkaminn átti eftir að taka út. Ég var gráðug. Ég vildi árangur NÚNA! Ég bætti mig hratt og varð fljótt mjög góð miðað við aldur, betri en jafnaldrar mínir og bætti mörg Íslandsmet í unglingaflokkum. Því miður var ég var ég líka ung þegar ég lagðist í fyrsta skipti á bekk hjá sjúkraþjálfara. Í raun hef ég aldrei staðið almennilega upp af þessum blessaða sjúkraþjálfunarbekk Hver eru þá mín ráð til unglinga sem vilja ná langt í íþróttum? Engan asa. Það liggur ekkert á. Ég get lofað ykkur því að þið munið fá að æfa nóg eftir nokkur ár þegar þið eruð orðin nægilega þroskuð og tilbúin til þess að leggja mikið álag á líkamann. Verið þolinmóð og leyfið ykkur að vera á þeim aldri sem þið eruð í raun og veru. Það er mun eftirsóknaverðara að bæta sig jafnt og þétt langt fram eftir aldri en að springa út á stuttum tíma á unglingsaldri, eiga síðan í meiðslavandræðum, staðna og horfa síðan á jafnaldra sína sem einu sinni áttu ekki séns í þig sigla framúr þér og verða betri en þú einfaldlega af því að þeir hafa ekki þurft að eyða vikum og mánuðum í meiðslavandræði heldur hafa byggt feril sinn, æfingaálag og ákefð upp jafnt og þétt af skynsemi, með þolinmæðina í farteskinu. En eins mikilvægt það er að unglingar gefi sér tíma til þess að vera unglingar þurfa þjálfarar einnig að leyfa ungum og efnilegum iðkendum sínum að vera ungum og efnilegum eins lengi og þeir þurfa. Að láta ekki árangurs-græðgina hlaupa með sig í gönur heldur stýra æfingaálagi af skynsemi. Byggja upp til framtíðar og hafa það hugfast að góðir hlutir gerast hægt. Árangur unglinga ætti bara að miðast við aðra unglinga en ekki fullorðna einstaklinga og þaðan af síður setja hann í samhengi við það sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni. Framtíðin kemur þegar hún kemur, það eina sem máli skiptir er að vinna vel og skynsamlega í núinu.Sport Elítan Fjarþjálfun : HeimasíðaSport Elítan Fjarþjálfun : Facebook síðaEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna:AlexanderPetersson(handknattleiksmaður)ArnarGrant(einkaþjálfari)AronEinarGunnarsson(knattspyrnumaður)Björgvin Páll Gústavsson(handknattleiksmaður)Edda Garðarsdóttir(knattspyrnukona)EinarHólmgeirsson(handknattleiksmaður)EinarIngiKristjánsson(einkaþjálfari)GeirGunnarMarkússon(næringarfræðingur)HelenaSverrisdóttir(körfuknattleikskona)HelgaMargrètÞorsteinsdóttir(frjálsíþróttakona)HelgiJónasGuðfinnsson(körfuknattleiksþjálfari)HermannHreiðarsson(knattspyrnumaður)HlynurBæringssson(körfuknattleiksmaður)IngimundurIngimundarson(handknattleiksmaður)JónArnórStefánsson(körfuknattleiksmaður)RagnhildurÞórðardóttir(einkaþjálfari)RúrikGíslason(knattspyrnumaður)SiljaÚlfarsdóttir(einkaþjálfari)StefánSölviPétursson(kraftlyftingarmaður)VilhjálmurSteinarsson(einkaþjálfari)YesmineOlsson(einkaþjálfari). Sport Elítan Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Í dag var ég spurð að því hvað ég myndi helst ráðleggja 14-16 ára ungling sem langar til þess að verða atvinnumaður í íþróttum og það fékk mig til þess að hugsa til baka. Þótt ég sé ekki eldri en 21 árs finnst mér samt vera ótrúlega langt síðan ég var sjálf 16 ára gömul. Ung var ég orðin staðráðin í því að ná langt í íþróttum og var tilbúin til þess að gera allt og fórna öllu til að svo myndi verða. Mér lá lífið á, ég vildi bæta mig, verða best og það strax. Ég byrjaði að fara sjálf á morgunæfingar, æfa lengur en aðrir, gera auka sett og endurtekningar og gera styrktaræfingar á kvöldin. Ég kepptist við að toppa sjálfa mig og alltaf gera aðeins meira en í síðustu viku. Ég hafði engan tíma til þess að vera bara 16 ára unglingur og leyfa líkamanum að taka út þann þroska sem líkaminn átti eftir að taka út. Ég var gráðug. Ég vildi árangur NÚNA! Ég bætti mig hratt og varð fljótt mjög góð miðað við aldur, betri en jafnaldrar mínir og bætti mörg Íslandsmet í unglingaflokkum. Því miður var ég var ég líka ung þegar ég lagðist í fyrsta skipti á bekk hjá sjúkraþjálfara. Í raun hef ég aldrei staðið almennilega upp af þessum blessaða sjúkraþjálfunarbekk Hver eru þá mín ráð til unglinga sem vilja ná langt í íþróttum? Engan asa. Það liggur ekkert á. Ég get lofað ykkur því að þið munið fá að æfa nóg eftir nokkur ár þegar þið eruð orðin nægilega þroskuð og tilbúin til þess að leggja mikið álag á líkamann. Verið þolinmóð og leyfið ykkur að vera á þeim aldri sem þið eruð í raun og veru. Það er mun eftirsóknaverðara að bæta sig jafnt og þétt langt fram eftir aldri en að springa út á stuttum tíma á unglingsaldri, eiga síðan í meiðslavandræðum, staðna og horfa síðan á jafnaldra sína sem einu sinni áttu ekki séns í þig sigla framúr þér og verða betri en þú einfaldlega af því að þeir hafa ekki þurft að eyða vikum og mánuðum í meiðslavandræði heldur hafa byggt feril sinn, æfingaálag og ákefð upp jafnt og þétt af skynsemi, með þolinmæðina í farteskinu. En eins mikilvægt það er að unglingar gefi sér tíma til þess að vera unglingar þurfa þjálfarar einnig að leyfa ungum og efnilegum iðkendum sínum að vera ungum og efnilegum eins lengi og þeir þurfa. Að láta ekki árangurs-græðgina hlaupa með sig í gönur heldur stýra æfingaálagi af skynsemi. Byggja upp til framtíðar og hafa það hugfast að góðir hlutir gerast hægt. Árangur unglinga ætti bara að miðast við aðra unglinga en ekki fullorðna einstaklinga og þaðan af síður setja hann í samhengi við það sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni. Framtíðin kemur þegar hún kemur, það eina sem máli skiptir er að vinna vel og skynsamlega í núinu.Sport Elítan Fjarþjálfun : HeimasíðaSport Elítan Fjarþjálfun : Facebook síðaEftirtaldir skipa hópinn sem stendur á bak við Sport Elítuna:AlexanderPetersson(handknattleiksmaður)ArnarGrant(einkaþjálfari)AronEinarGunnarsson(knattspyrnumaður)Björgvin Páll Gústavsson(handknattleiksmaður)Edda Garðarsdóttir(knattspyrnukona)EinarHólmgeirsson(handknattleiksmaður)EinarIngiKristjánsson(einkaþjálfari)GeirGunnarMarkússon(næringarfræðingur)HelenaSverrisdóttir(körfuknattleikskona)HelgaMargrètÞorsteinsdóttir(frjálsíþróttakona)HelgiJónasGuðfinnsson(körfuknattleiksþjálfari)HermannHreiðarsson(knattspyrnumaður)HlynurBæringssson(körfuknattleiksmaður)IngimundurIngimundarson(handknattleiksmaður)JónArnórStefánsson(körfuknattleiksmaður)RagnhildurÞórðardóttir(einkaþjálfari)RúrikGíslason(knattspyrnumaður)SiljaÚlfarsdóttir(einkaþjálfari)StefánSölviPétursson(kraftlyftingarmaður)VilhjálmurSteinarsson(einkaþjálfari)YesmineOlsson(einkaþjálfari).
Sport Elítan Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira