Airwaves seinni partur 5. nóvember 2012 11:27 Samaris Fréttablaðið/Klara Drungalegt rokk****SólstafirHarpa, Norðurljós Rokkararnir í Sólstöfum spiluðu bæði ný og gömul lög í bland, þar á meðal hið frábæra Fjara af Svörtum söndum, þeirri prýðilegu plötu sem kom út í fyrra, og „Goddess of the Ages" af plötunni „Köld". Flest lögin voru löng og drungaleg en að sama skapi mjög kröftug og áhrifarík. Leðurklæddi söngvarinn Aðalbjörn Tryggvason hreif áhorfendur með sér með góðri sviðsframkomu og fékk sér þess á milli sopa úr vískípela ásamt hinum drífandi bassaleikara Svavari Austmann. Sannarlega vel heppnað heimsendarokk hjá Sólstöfum, sem er í fínu formi um þessar mundir. –fb Hress víkingópus***SkálmöldHarpa, Norðurljós Þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld spilaði á Airwaves-hátíðinni. Eftir stuttan goðasöng spilaðan af segulbandi gekk hljómsveitin á svið tilbúin til að láta að sér kveða. Flest lögin voru af nýju plötunni „Börnum Loka" og eins og búast mátti við var keyrslan mikil og víkingarokkið þéttofið, með öruggri spilamennsku. Alveg ágætis lög, þar á meðal „Gleipnir" þar sem söngvari Sólstafa var gestur. Best var þó lokalagið „Kvaðning" af fyrstu plötunni. Sannkallaður víkingaópus, grípandi og hress. -fb Saxó í stað söngs***The Heavy ExperienceHarpa, Norðurljós Strákarnir í „The Heavy Experience" stigu á svið tíu mínútum á eftir áætlun en bættu fyrir það með góðri spilamennsku. Hljómsveitin, sem gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu, er óvenjuleg að því leyti að í staðinn fyrir söngvara er saxófónleikari fremstur á sviðinu og nýtur hann aðstoðar tveggja gítarleikara, bassaleikara og trommara. Þessi uppstilling gengur fullkomleg upp. Fyrsta lagið var tólf mínútna langur djassrokkbræðingur sem magnaðist eftir því sem á leið. Aðeins var pláss fyrir tvö lög til viðbótar, sem voru í svipuðum síðrokksstíl og bæði góð. Þetta er flott hljómsveit sem verður enn betri þegar krafturinn er leystur úr læðingi. –fb Snilldin skein ekki í gegn**Shabazz PalacesÞýski barinn Hipphoppdúettinn „Shabazz Palaces" frá Seattle gerir framsækið rafhopp, alls ólíkt djassaða og fönkaða hipphoppinu sem annar meðlimurinn gerði á árum áður með bandinu „Digable Planets". Fyrsta breiðskífan, „Black Up", var ein allra besta plata síðasta árs, en það gekk því miður ekki nógu vel að skila þeim hljóðheimi upp á sviðið og út í salinn á Þýska barnum. Hljóðblöndunin var í rugli framan af og stemmningin eftir því. Þótt því hafi verið bjargað sem bjargað varð með öllu hressari síðari helmingi var það í raun ekki fyrr en stöllurnar úr „THEESatisfaction" mættu upp á svið í blálokin sem aðrir en örfáir gallharðir aðdáendur uppi við sviðið hættu að skvaldra og fóru að veita því sem fram fór almennilega athygli. –sh Blússyngjandi eðaltöffari*****Jamie N CommonsSilfurberg í Hörpu Ótvíræður sigurvegari Airwaves 2012 hingað til að mati undirritaðrar. Verandi sannur eðaltöffari mætti Jamie á svið með hatt og sólgleraugu og axlarsítt hárið fékk að njóta sín. Með viskíkenndri röddu söng hann nokkur af sínum bestu lögum sem segja má að séu eins konar bland af Nick Cave og Tom Waits, með hæfilega litlum skammti af John Mayer. Salurinn var þétt staðinn og kom það nokkrum sinnum fyrir að undirrituð gleymdi bæði stund og stað og leið eins og hún væri sú eina á svæðinu, svo vel breiddi töffarinn úr sér. -trs Reif upp stemninguna****Gísli PálmiÞýski barinn Það var búin að vera flott stemning á hip-hop kvöldinu á Þýska barnum þegar Gísli Pálmi steig á svið. Hann hefur verið heitasti íslenski rapparinn að undanförnu og það var greinilegt á viðtökunum að aðdáendur „GP" höfðu fjölmennt. Það varð allt vitlaust. Gísli er mjög flottur á sviði og ágætur rappari. Tónlistin sem hann rappaði yfir á fimmtudagskvöldið var frekar einföld, en að sama skapi áhrifarík. Það sem gerir Gísla Pálma svona vinsælan er sennilega fyrst og fremst hvað hann er orkumikill og skemmtilegur. Það er mikill húmor í sviðstöktunum hjá honum og textunum, sem fjalla oft um hann sjálfan. Snemma á tónleikunum byrjuðu tónleikagestir að hrópa „Úr að ofan!" og GP varð auðvitað við þeirri bón. –tj Einlægni og auðmýkt****Of Monsters and MenSilfurberg í Hörpu Krakkarnir hófu kvöldið með hvelli, í orðsins fyllstu merkingu, því það skutust silfurlitaðar partýsprengjur yfir smekkfullan salinn í fyrsta laginu. Slíkt hið sama gerðist svo aftur í því síðasta. Gróft áætlað má ætla að um 1.000 manns hafi verið saman komnir í Silfurberginu meðan krakkarnir spiluðu, en mun færri komust að en vildu. Þrátt fyrir að vera aðeins korteri frá heimsfrægð hafa krakkarnir í Of Monsters and Men náð að halda í einlægnina og auðmýktina sem hefur einkennt þau í tónlistinni. Þau voru öryggið uppmálað á sviðinu og blönduðu saman gömlu og nýju efni við gríðargóðar undirtektir viðstaddra. Stemningin í salnum var feykigóð og héldu krakkarnir honum allt frá upphafi til enda. Það voru líka allir tilbúnir að taka þátt í lögunum þegar svo bar undir, hvort sem það var í söng eða klappi. Ég gat ekki annað en fyllst stolti þegar ég horfði á þau á sviðinu. Þau eru landi og þjóð svo sannarlega til sóma úti í hinum stóra heimi og eiga greinilega nóg inni fyrir komandi tíma. -trs Vantar fleiri lög***HalleluwahÞýski barinn Nafnið Halleluwah er vísun í frægt lag þýsku krautrokksveitarinnar „Can". Sölvi Blöndal, annar helmingur tvíeykisins, mun hafa sökkt sér rækilega í krautrokkið upp á síðkastið þótt lög Halleluwah beri þess ekki endilega glögg merki. Þeir Egill Ólafur Thorarensen „Tiny" höfðu ekki troðið oft upp undir þessu nafni þegar þeir léku nýútkomna stuttskífu í heild sinni á Þýska barnum við góðar undirtektir. Egill sannaði enn og aftur að hann er langbesti enskumælandi rappari á Íslandi, og hefur raunar verið það í áratug. Sölvi lék undir á trommur og salurinn klappaði þeim lof í lófa þegar þeir luku sér af með laginu K2R. Verst að þeir hafa bara gert fjögur lög. Það er allt of lítið. –sh Dansandi hæfileikakonur****THEESatisfactionÞýski barinn Þær Stasia Irons og Catherine Harris White mynda rappdúóið THEESatisfaction. Þýski barinn var orðinn vel stappaður þegar þær stigu á svið á fimmtudagskvöldið. Og tónleikagestir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þær hafa allt með sér þessar stelpur: Tónlistin er grúví og fersk nýsálartónlist sem minnir bæði á Erykuh Badu og r&b-sveitir eins og TLC, þær syngja mjög vel og þær lífga upp á sviðsframkomuna með léttum og skemmtilega útfærðum danssporum. THEESatisfaction hefur verið á hraðri uppleið í tónlistarheiminum síðustu misseri. Það verður gaman að sjá hvernig ferill þeirra á eftir að þróast. Miðað við frammistöðuna á Airwaves ætti framtíðin að vera björt. -tj Með bros á vör****EldarKaldalón í Hörpu Valdimar var flottur á miðju sviðinu á huggulegum og heimilislegum tónleikum hljómsveitarinnar Eldar. Með krúttarasprengjuna Fríðu Dís Guðmundsdóttur sér við hlið og umkringdir meisturum á borð við Bogomil Font og Björgvin Ívar voru ekki miklar líkur á að þetta myndi klikka. Setið var í öllum sætum salsins og dágóð röð fyrir utan, en það er svo sem ekki að furða að fólk hafi endilega viljað sitja undir ljúfum tónum þeirra. Tónleikarnir fylltu mig vellíðan og ég gekk út endurnærð með bros á vör. –trs Krúttlegt og skemmtilegt***Lára RúnarsSilfurberg í Hörpu Stemningin í salnum var afskaplega krúttleg. Það mátti sjá fólk sitja í hópum á gólfinu um allan sal og njóta tónlistar Láru. Fremur fámennt var til að byrja með og ég velti því fyrir mér hvort tónleikarnir hefðu notið sín betur í minni sal. Það bættist þó í hópinn á meðan á tónleikunum stóð og enginn varð svikinn af skemmtilegri sviðsframkomu Láru. Hún tók þó aðeins lög af nýútkominni plötu sinni, sem afar fáir þekktu. Það setti eflaust sitt strik í reikninginn fyrir marga, en Lára skilaði þessu þó vel frá sér. –trs Krúttleg notalegheit***SamarisListasafnið Það tók ekki langan tíma fyrir sal Listasafnsins að fyllast þegar krúttsveitin Samaris steig á svið. Ljúfir tónar sveitarinnar voru kærkomnir fyrir veðurbarða tónleikagesti sem létu sig hafa það að bíða í röð í aftakaveðri. Tríóið, skipað þeim Jófríði Ákadóttur, Þórði Kára Steinþórssyni og Áslaugu Rún Magnúsdóttur, virtist hálffeimin við þennan mannfjölda enda sögðust þau aldrei hafa spilað fyrir jafn marga áhorfendur áður. Samaris tókst ágætlega vel til. Lágstemmd rödd Jófríðar við töfrandi klarínettleik Áslaugar er einstaklega notaleg blanda. Hápunkturi tónleikana kom í lokin þegar Samaris tóku sitt þekktasta lag „Góða tungl" sem vakti lukku áhorfenda. -áp Gagnrýni Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Drungalegt rokk****SólstafirHarpa, Norðurljós Rokkararnir í Sólstöfum spiluðu bæði ný og gömul lög í bland, þar á meðal hið frábæra Fjara af Svörtum söndum, þeirri prýðilegu plötu sem kom út í fyrra, og „Goddess of the Ages" af plötunni „Köld". Flest lögin voru löng og drungaleg en að sama skapi mjög kröftug og áhrifarík. Leðurklæddi söngvarinn Aðalbjörn Tryggvason hreif áhorfendur með sér með góðri sviðsframkomu og fékk sér þess á milli sopa úr vískípela ásamt hinum drífandi bassaleikara Svavari Austmann. Sannarlega vel heppnað heimsendarokk hjá Sólstöfum, sem er í fínu formi um þessar mundir. –fb Hress víkingópus***SkálmöldHarpa, Norðurljós Þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld spilaði á Airwaves-hátíðinni. Eftir stuttan goðasöng spilaðan af segulbandi gekk hljómsveitin á svið tilbúin til að láta að sér kveða. Flest lögin voru af nýju plötunni „Börnum Loka" og eins og búast mátti við var keyrslan mikil og víkingarokkið þéttofið, með öruggri spilamennsku. Alveg ágætis lög, þar á meðal „Gleipnir" þar sem söngvari Sólstafa var gestur. Best var þó lokalagið „Kvaðning" af fyrstu plötunni. Sannkallaður víkingaópus, grípandi og hress. -fb Saxó í stað söngs***The Heavy ExperienceHarpa, Norðurljós Strákarnir í „The Heavy Experience" stigu á svið tíu mínútum á eftir áætlun en bættu fyrir það með góðri spilamennsku. Hljómsveitin, sem gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu, er óvenjuleg að því leyti að í staðinn fyrir söngvara er saxófónleikari fremstur á sviðinu og nýtur hann aðstoðar tveggja gítarleikara, bassaleikara og trommara. Þessi uppstilling gengur fullkomleg upp. Fyrsta lagið var tólf mínútna langur djassrokkbræðingur sem magnaðist eftir því sem á leið. Aðeins var pláss fyrir tvö lög til viðbótar, sem voru í svipuðum síðrokksstíl og bæði góð. Þetta er flott hljómsveit sem verður enn betri þegar krafturinn er leystur úr læðingi. –fb Snilldin skein ekki í gegn**Shabazz PalacesÞýski barinn Hipphoppdúettinn „Shabazz Palaces" frá Seattle gerir framsækið rafhopp, alls ólíkt djassaða og fönkaða hipphoppinu sem annar meðlimurinn gerði á árum áður með bandinu „Digable Planets". Fyrsta breiðskífan, „Black Up", var ein allra besta plata síðasta árs, en það gekk því miður ekki nógu vel að skila þeim hljóðheimi upp á sviðið og út í salinn á Þýska barnum. Hljóðblöndunin var í rugli framan af og stemmningin eftir því. Þótt því hafi verið bjargað sem bjargað varð með öllu hressari síðari helmingi var það í raun ekki fyrr en stöllurnar úr „THEESatisfaction" mættu upp á svið í blálokin sem aðrir en örfáir gallharðir aðdáendur uppi við sviðið hættu að skvaldra og fóru að veita því sem fram fór almennilega athygli. –sh Blússyngjandi eðaltöffari*****Jamie N CommonsSilfurberg í Hörpu Ótvíræður sigurvegari Airwaves 2012 hingað til að mati undirritaðrar. Verandi sannur eðaltöffari mætti Jamie á svið með hatt og sólgleraugu og axlarsítt hárið fékk að njóta sín. Með viskíkenndri röddu söng hann nokkur af sínum bestu lögum sem segja má að séu eins konar bland af Nick Cave og Tom Waits, með hæfilega litlum skammti af John Mayer. Salurinn var þétt staðinn og kom það nokkrum sinnum fyrir að undirrituð gleymdi bæði stund og stað og leið eins og hún væri sú eina á svæðinu, svo vel breiddi töffarinn úr sér. -trs Reif upp stemninguna****Gísli PálmiÞýski barinn Það var búin að vera flott stemning á hip-hop kvöldinu á Þýska barnum þegar Gísli Pálmi steig á svið. Hann hefur verið heitasti íslenski rapparinn að undanförnu og það var greinilegt á viðtökunum að aðdáendur „GP" höfðu fjölmennt. Það varð allt vitlaust. Gísli er mjög flottur á sviði og ágætur rappari. Tónlistin sem hann rappaði yfir á fimmtudagskvöldið var frekar einföld, en að sama skapi áhrifarík. Það sem gerir Gísla Pálma svona vinsælan er sennilega fyrst og fremst hvað hann er orkumikill og skemmtilegur. Það er mikill húmor í sviðstöktunum hjá honum og textunum, sem fjalla oft um hann sjálfan. Snemma á tónleikunum byrjuðu tónleikagestir að hrópa „Úr að ofan!" og GP varð auðvitað við þeirri bón. –tj Einlægni og auðmýkt****Of Monsters and MenSilfurberg í Hörpu Krakkarnir hófu kvöldið með hvelli, í orðsins fyllstu merkingu, því það skutust silfurlitaðar partýsprengjur yfir smekkfullan salinn í fyrsta laginu. Slíkt hið sama gerðist svo aftur í því síðasta. Gróft áætlað má ætla að um 1.000 manns hafi verið saman komnir í Silfurberginu meðan krakkarnir spiluðu, en mun færri komust að en vildu. Þrátt fyrir að vera aðeins korteri frá heimsfrægð hafa krakkarnir í Of Monsters and Men náð að halda í einlægnina og auðmýktina sem hefur einkennt þau í tónlistinni. Þau voru öryggið uppmálað á sviðinu og blönduðu saman gömlu og nýju efni við gríðargóðar undirtektir viðstaddra. Stemningin í salnum var feykigóð og héldu krakkarnir honum allt frá upphafi til enda. Það voru líka allir tilbúnir að taka þátt í lögunum þegar svo bar undir, hvort sem það var í söng eða klappi. Ég gat ekki annað en fyllst stolti þegar ég horfði á þau á sviðinu. Þau eru landi og þjóð svo sannarlega til sóma úti í hinum stóra heimi og eiga greinilega nóg inni fyrir komandi tíma. -trs Vantar fleiri lög***HalleluwahÞýski barinn Nafnið Halleluwah er vísun í frægt lag þýsku krautrokksveitarinnar „Can". Sölvi Blöndal, annar helmingur tvíeykisins, mun hafa sökkt sér rækilega í krautrokkið upp á síðkastið þótt lög Halleluwah beri þess ekki endilega glögg merki. Þeir Egill Ólafur Thorarensen „Tiny" höfðu ekki troðið oft upp undir þessu nafni þegar þeir léku nýútkomna stuttskífu í heild sinni á Þýska barnum við góðar undirtektir. Egill sannaði enn og aftur að hann er langbesti enskumælandi rappari á Íslandi, og hefur raunar verið það í áratug. Sölvi lék undir á trommur og salurinn klappaði þeim lof í lófa þegar þeir luku sér af með laginu K2R. Verst að þeir hafa bara gert fjögur lög. Það er allt of lítið. –sh Dansandi hæfileikakonur****THEESatisfactionÞýski barinn Þær Stasia Irons og Catherine Harris White mynda rappdúóið THEESatisfaction. Þýski barinn var orðinn vel stappaður þegar þær stigu á svið á fimmtudagskvöldið. Og tónleikagestir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þær hafa allt með sér þessar stelpur: Tónlistin er grúví og fersk nýsálartónlist sem minnir bæði á Erykuh Badu og r&b-sveitir eins og TLC, þær syngja mjög vel og þær lífga upp á sviðsframkomuna með léttum og skemmtilega útfærðum danssporum. THEESatisfaction hefur verið á hraðri uppleið í tónlistarheiminum síðustu misseri. Það verður gaman að sjá hvernig ferill þeirra á eftir að þróast. Miðað við frammistöðuna á Airwaves ætti framtíðin að vera björt. -tj Með bros á vör****EldarKaldalón í Hörpu Valdimar var flottur á miðju sviðinu á huggulegum og heimilislegum tónleikum hljómsveitarinnar Eldar. Með krúttarasprengjuna Fríðu Dís Guðmundsdóttur sér við hlið og umkringdir meisturum á borð við Bogomil Font og Björgvin Ívar voru ekki miklar líkur á að þetta myndi klikka. Setið var í öllum sætum salsins og dágóð röð fyrir utan, en það er svo sem ekki að furða að fólk hafi endilega viljað sitja undir ljúfum tónum þeirra. Tónleikarnir fylltu mig vellíðan og ég gekk út endurnærð með bros á vör. –trs Krúttlegt og skemmtilegt***Lára RúnarsSilfurberg í Hörpu Stemningin í salnum var afskaplega krúttleg. Það mátti sjá fólk sitja í hópum á gólfinu um allan sal og njóta tónlistar Láru. Fremur fámennt var til að byrja með og ég velti því fyrir mér hvort tónleikarnir hefðu notið sín betur í minni sal. Það bættist þó í hópinn á meðan á tónleikunum stóð og enginn varð svikinn af skemmtilegri sviðsframkomu Láru. Hún tók þó aðeins lög af nýútkominni plötu sinni, sem afar fáir þekktu. Það setti eflaust sitt strik í reikninginn fyrir marga, en Lára skilaði þessu þó vel frá sér. –trs Krúttleg notalegheit***SamarisListasafnið Það tók ekki langan tíma fyrir sal Listasafnsins að fyllast þegar krúttsveitin Samaris steig á svið. Ljúfir tónar sveitarinnar voru kærkomnir fyrir veðurbarða tónleikagesti sem létu sig hafa það að bíða í röð í aftakaveðri. Tríóið, skipað þeim Jófríði Ákadóttur, Þórði Kára Steinþórssyni og Áslaugu Rún Magnúsdóttur, virtist hálffeimin við þennan mannfjölda enda sögðust þau aldrei hafa spilað fyrir jafn marga áhorfendur áður. Samaris tókst ágætlega vel til. Lágstemmd rödd Jófríðar við töfrandi klarínettleik Áslaugar er einstaklega notaleg blanda. Hápunkturi tónleikana kom í lokin þegar Samaris tóku sitt þekktasta lag „Góða tungl" sem vakti lukku áhorfenda. -áp
Gagnrýni Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira