Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild.
Tvö efstu liðin í b-deildinni fara beint upp í efstu deild. Start hafði þegar tryggt sér annað af tveimur efstu sætunum en 3-0 sigur liðsins á Kongsvinger sá til þess að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn.
Haraldur og félagar í Sarpsborg 08 tryggðu sér annað sætið í deildinni. Liðið hefur sex stiga forskot á Sandefjord í þriðja sætinu en liðið tapaði á útivelli gegn Hödd.
Þetta er fyrsta tímabil Haralds með Sarpsborg 08 en hann spilaði með Valsmönnum í efstu deild íslensku knattspyrnunnar á síðustu leiktíð.
Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina

Tengdar fréttir

Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004
Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni.