Samstarfi rapparans 50 cent og hnefaleikakappans Floyd Mayweather Jr. er lokið. Samstarfið var stutt enda hófst það síðasta sumar.
Rapparinn er nefnilega farinn að umba fyrir hnefaleikakappa og ásamt Mayweather stofnaði hann TMT-umboðsskrifstofuna. Það stendur fyrir "The Money Team" en Mayweather hefur lengi kallað sitt fylgdarlið því nafni.
5o cent er þó ekki hættur afskiptum af hnefaleikum því hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, SMS Promotions, og hann er með marga góða hnefaleikakappa á sínum snærum.
Viðskilnaðurinn virðist ekki hafa verið góður og kvartar Fitty yfir því að Mayweather hafi ekki komið með þá peninga í samstarfið sem hann lofaði.
50 cent fór í fýlu og hættir að vinna með Mayweather

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn