Kvaddi með góðu splassi 18. nóvember 2012 08:45 Þorsteinn Hafþórsson og sonurinn Brynleifur Þór sem á framtíðina fyrir sér í veiðinni. Mynd / Úr einkasafni Dýrustu veiðitúrarnir eru oftast ekki þeir eftirminnilegustu segir leiðsögumaðurinn Þorsteinn Hafþórsson sem gerir upp veiðisumarið sitt í fjölbreyttum pistli fyrir Veiðivísi. "Nú þegar ég sit hér í norðanátttini og hugsa til síðast veiðisumars og hvernig það var hjá mér ákvað ég að gera það upp í smá pistli handa Veiðivísi til lesningar og vonandi skemmtunar fyrir einhverja. Veiðisumarið hófst á hefðbundnum vatnatúrum í nágrenni Blönduós um mánaðarmótin apríl-maí og fékk ég nokkra mjög fallega urriða frá 2 til 5 pundum og heyrði ég af mönnum sem voru að fá allt að 8 punda urriðum í vorveiðinni í Blöndu. En mér hefur fundist að stærsti silungurinn fáist oftast fyrst á vorin og hér virðist líf í vötnum vera kviknað nokkru áður en ísa leysir því fiskurinn er sterkur og vel í holdum og ekki til moldarbragð í þeim. Síðan fór ég að fara ferðir út á Skagaheiði og átti þar margar góðar stundir og margar góðar baráttur við flotta urriða og bleikjur sem voru allt frá því að taka allt yfir í að fúlsa við öllu þar til að allar flugur í boxunum voru búnar að fara undir og ófáir taumar búnir að styttast í ekki neitt en þá allt í einu búmm! Taka og önnur og sú þriðja - en svo allt kyrrt á ný kannski. Þetta eru skemtilegustu veiðitúrarnir að mínu mati. En svo hófst nú laxinn með virkilega góðri opnun í Blöndu sem lofaði góðu en reyndin varð nú önnur er á leið. Vinur minn átti opnununa á svæði 3 og fór ég upp eftir til að sjá til þess að hann gerði þetta allt rétt - sem hann nú gerði blessaður og það skilaði honum tveimur fallegum 10 punda hrygnum. Svo missti hann einn feyki stóran eftir mjög svo undarlegan bardaga þar sem laxinn gaf ekkert upp um stærðina. Hann virtist vera að gefast upp eftir tvær snöggar rokur og kom mjög hlýðinn að landi en löndunarstaðurinn hefði mátt velja betur þegar maður hugsar eftir á. En þetta fer bara í reynslubankann. Nú því þegar laxinn rann inn á grunna vatnið við stórgrýtið þá lifnaði nú heldur yfir honum og þá sýndi hann stærðina og það var engin smá stærð því þetta var yfir metra fiskur sem hreinlega vippaði sér í hálfhring og skar sundur tauminn í stórgrýtinu og kvaddi með góðu splassi. Megi hann skila af sér stórum afkvæmum og hafi þökk fyrir minninguna! Þar sem ég starfa sem stangveiðileiðsögumaður á sumrin fór júlí mest í leiðsögn og var það mest á bökkum Blöndu. Veiðimönnum þar gekk bara þokkalega enda er að mínu mati frekar erfitt að fá ekki lax á svæði 1 í júlí. Læt fylgja eina góða mynd af ánægðri veiðikonu. Blanda endaði í rúmum 800 löxum sem er ekki í raun svo slæmt miðað við að yfirfallið gerði veiðar mjög erfiðar. Þurrkar gerðu sumar ár að smá lækjum eins og Hallá. Mátti stundum sjá á háflóði göngu af laxi og nokkrum bleikjum koma inn í óshylinn, staldra þar við í smá stund og synda svo út aftur en þegar fór að rigna þá lentu sumir í veislu og fjöri. Ég set hér með eina mynd tekna eftir rigningu þar sem veiðikona reynir sig neðarlega í Hallánni. Eins og þið sjáið er vatnsmagnið bara flott. Nú ég fór svo til veiða 19. til 21. ágúst í Vatnamótin. Þar núllaði ég enda lenti ég í svo svakalegum rigningum að maður sá varla stangarendann. Eftir hálfan svoleiðis dag þá snérust eiginlega vatnaskilin við og Skaftáin varð ljósari en hinar árnar - og þá var tími kominn á bústað að gera vel við sig í mat og drykk, segja veiðisögur og njóta þess að vera í góðum félagsskap. Stangveiði heyrði sögunni til þarna fyrir austan í það skiptið en það var svo heppilegt að einmitt 20. ágúst opnaðist á gæsaveiðar og fórum við þá bara og veiddum gæs í matinn því auðvitað eins og veiðifíklum sæmir tókum við skotvopnin með, vitandi dagsetninguna. Sumarið var að mörgu leyti bara mjög gott. Þótt ég hefi ekki fengið eins marga laxa í kistuna eins og ég er vanur þá kemur sumar eftir þetta og maður vonar bara að þetta hafi verið snögg dýfa sem sé að baki. Hún var að mörgu leyti bara þörf til að sýna okkur að ekkert er öruggt í veiði eða öðru. Aftur á jákvæðu nóturnar. Þá er nú gott að vera Íslendingur og fá að geta veitt á stöng nánast hvar sem er og valið sér stað og stund og verðflokk sem menn hafa efni á. Vil ég bara að lokum minna á þá staðreynd að dýrustu túrarnir eru oftast ekki þeir eftirminnilegustu. Lifið heil og megi lukkan fylgja ykkur! Þorsteinn Hafþórsson." Við kunnum Þorsteini bestu þakkir fyrir að deila veiðisumrinu sínu með okkur. Við hvetjum aðra veiðimenn til að senda okkur slíkar frásagnir til birtingar.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Dýrustu veiðitúrarnir eru oftast ekki þeir eftirminnilegustu segir leiðsögumaðurinn Þorsteinn Hafþórsson sem gerir upp veiðisumarið sitt í fjölbreyttum pistli fyrir Veiðivísi. "Nú þegar ég sit hér í norðanátttini og hugsa til síðast veiðisumars og hvernig það var hjá mér ákvað ég að gera það upp í smá pistli handa Veiðivísi til lesningar og vonandi skemmtunar fyrir einhverja. Veiðisumarið hófst á hefðbundnum vatnatúrum í nágrenni Blönduós um mánaðarmótin apríl-maí og fékk ég nokkra mjög fallega urriða frá 2 til 5 pundum og heyrði ég af mönnum sem voru að fá allt að 8 punda urriðum í vorveiðinni í Blöndu. En mér hefur fundist að stærsti silungurinn fáist oftast fyrst á vorin og hér virðist líf í vötnum vera kviknað nokkru áður en ísa leysir því fiskurinn er sterkur og vel í holdum og ekki til moldarbragð í þeim. Síðan fór ég að fara ferðir út á Skagaheiði og átti þar margar góðar stundir og margar góðar baráttur við flotta urriða og bleikjur sem voru allt frá því að taka allt yfir í að fúlsa við öllu þar til að allar flugur í boxunum voru búnar að fara undir og ófáir taumar búnir að styttast í ekki neitt en þá allt í einu búmm! Taka og önnur og sú þriðja - en svo allt kyrrt á ný kannski. Þetta eru skemtilegustu veiðitúrarnir að mínu mati. En svo hófst nú laxinn með virkilega góðri opnun í Blöndu sem lofaði góðu en reyndin varð nú önnur er á leið. Vinur minn átti opnununa á svæði 3 og fór ég upp eftir til að sjá til þess að hann gerði þetta allt rétt - sem hann nú gerði blessaður og það skilaði honum tveimur fallegum 10 punda hrygnum. Svo missti hann einn feyki stóran eftir mjög svo undarlegan bardaga þar sem laxinn gaf ekkert upp um stærðina. Hann virtist vera að gefast upp eftir tvær snöggar rokur og kom mjög hlýðinn að landi en löndunarstaðurinn hefði mátt velja betur þegar maður hugsar eftir á. En þetta fer bara í reynslubankann. Nú því þegar laxinn rann inn á grunna vatnið við stórgrýtið þá lifnaði nú heldur yfir honum og þá sýndi hann stærðina og það var engin smá stærð því þetta var yfir metra fiskur sem hreinlega vippaði sér í hálfhring og skar sundur tauminn í stórgrýtinu og kvaddi með góðu splassi. Megi hann skila af sér stórum afkvæmum og hafi þökk fyrir minninguna! Þar sem ég starfa sem stangveiðileiðsögumaður á sumrin fór júlí mest í leiðsögn og var það mest á bökkum Blöndu. Veiðimönnum þar gekk bara þokkalega enda er að mínu mati frekar erfitt að fá ekki lax á svæði 1 í júlí. Læt fylgja eina góða mynd af ánægðri veiðikonu. Blanda endaði í rúmum 800 löxum sem er ekki í raun svo slæmt miðað við að yfirfallið gerði veiðar mjög erfiðar. Þurrkar gerðu sumar ár að smá lækjum eins og Hallá. Mátti stundum sjá á háflóði göngu af laxi og nokkrum bleikjum koma inn í óshylinn, staldra þar við í smá stund og synda svo út aftur en þegar fór að rigna þá lentu sumir í veislu og fjöri. Ég set hér með eina mynd tekna eftir rigningu þar sem veiðikona reynir sig neðarlega í Hallánni. Eins og þið sjáið er vatnsmagnið bara flott. Nú ég fór svo til veiða 19. til 21. ágúst í Vatnamótin. Þar núllaði ég enda lenti ég í svo svakalegum rigningum að maður sá varla stangarendann. Eftir hálfan svoleiðis dag þá snérust eiginlega vatnaskilin við og Skaftáin varð ljósari en hinar árnar - og þá var tími kominn á bústað að gera vel við sig í mat og drykk, segja veiðisögur og njóta þess að vera í góðum félagsskap. Stangveiði heyrði sögunni til þarna fyrir austan í það skiptið en það var svo heppilegt að einmitt 20. ágúst opnaðist á gæsaveiðar og fórum við þá bara og veiddum gæs í matinn því auðvitað eins og veiðifíklum sæmir tókum við skotvopnin með, vitandi dagsetninguna. Sumarið var að mörgu leyti bara mjög gott. Þótt ég hefi ekki fengið eins marga laxa í kistuna eins og ég er vanur þá kemur sumar eftir þetta og maður vonar bara að þetta hafi verið snögg dýfa sem sé að baki. Hún var að mörgu leyti bara þörf til að sýna okkur að ekkert er öruggt í veiði eða öðru. Aftur á jákvæðu nóturnar. Þá er nú gott að vera Íslendingur og fá að geta veitt á stöng nánast hvar sem er og valið sér stað og stund og verðflokk sem menn hafa efni á. Vil ég bara að lokum minna á þá staðreynd að dýrustu túrarnir eru oftast ekki þeir eftirminnilegustu. Lifið heil og megi lukkan fylgja ykkur! Þorsteinn Hafþórsson." Við kunnum Þorsteini bestu þakkir fyrir að deila veiðisumrinu sínu með okkur. Við hvetjum aðra veiðimenn til að senda okkur slíkar frásagnir til birtingar.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði