Kofi Guðmundar frá Miðdal fær nýtt líf Svavar Hávarðsson skrifar 17. nóvember 2012 07:00 Ekki mikið fyrir augað, en annað verður uppi á teningnum næsta sumar. Mynd/Árni Baldursson Frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum verður endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigutaka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið. Árni Baldursson er leigutaki Stóru-Laxár. „Þetta er svona gæluverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og okkar. Ætlunin er að gera húsið upp í sinni upprunalegu mynd, enda er þarna mikil saga og margar skemmtilegar minningar frá Veiðifélaginu FLUGAN. Þetta á að verða minnsta sögusafn á Íslandi; en líka lítil kaffistofa þar sem gestir og gangandi geta hellt sér upp á te eða kaffi á kamínu eins og var notuð í gamla daga. Þarna verður tækifæri til að skoða gamlar myndir og til að glugga í bækur, svo eitthvað sé nefnt. Veiðimenn geta svo hallað sér þarna í hvíldinni þegar þeir eru að veiða Hrunakrók og upplifað stemninguna á þessum fallega stað,“ segir Árni. Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru-Laxár, segir að unnið verði að endurgerð veiðikofans í vetur, og vonir standi til að kofinn verði tilbúinn í vor. Þúsundþjalasmiðurinn Guðmundur Magnússon á Flúðum mun sjá um vinnuna, segir Esther; megnið af timbrinu er heilt þó gólfið sé ónýtt og bárujárnsklæðningin. „Allt verður notað aftur sem er heilt. Við munum flytja kofann og hann gerður upp á Flúðum, og svo verður farið með hann aftur á sinn stað í vor,“ segir Esther. Saga kofans er merkileg. Upphaflega var hann settur upp sem varðkofi við Ölfusárbrú í stríðinu en upp úr 1940 flutti Guðmundur frá Miðdal og félagar hans, húsið upp á Hrunakrók og nýttu það í mörg ár þegar haldið var til veiða. Húsið verður trúlega minnsta veiðihús landsins en tilkoma þess kærkomin veiðimönnum, helst fyrir þær sakir að um tíu kílómetrar eru í næsta veiðihús í Laxárdal. „Sagan um veiðina og húsið er stórskemmtileg og merkileg fyrir veiðimenn og verður tekin saman í vetur og gerð aðgengileg í kofanum næsta sumar,“ segir Esther. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum verður endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigutaka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið. Árni Baldursson er leigutaki Stóru-Laxár. „Þetta er svona gæluverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og okkar. Ætlunin er að gera húsið upp í sinni upprunalegu mynd, enda er þarna mikil saga og margar skemmtilegar minningar frá Veiðifélaginu FLUGAN. Þetta á að verða minnsta sögusafn á Íslandi; en líka lítil kaffistofa þar sem gestir og gangandi geta hellt sér upp á te eða kaffi á kamínu eins og var notuð í gamla daga. Þarna verður tækifæri til að skoða gamlar myndir og til að glugga í bækur, svo eitthvað sé nefnt. Veiðimenn geta svo hallað sér þarna í hvíldinni þegar þeir eru að veiða Hrunakrók og upplifað stemninguna á þessum fallega stað,“ segir Árni. Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru-Laxár, segir að unnið verði að endurgerð veiðikofans í vetur, og vonir standi til að kofinn verði tilbúinn í vor. Þúsundþjalasmiðurinn Guðmundur Magnússon á Flúðum mun sjá um vinnuna, segir Esther; megnið af timbrinu er heilt þó gólfið sé ónýtt og bárujárnsklæðningin. „Allt verður notað aftur sem er heilt. Við munum flytja kofann og hann gerður upp á Flúðum, og svo verður farið með hann aftur á sinn stað í vor,“ segir Esther. Saga kofans er merkileg. Upphaflega var hann settur upp sem varðkofi við Ölfusárbrú í stríðinu en upp úr 1940 flutti Guðmundur frá Miðdal og félagar hans, húsið upp á Hrunakrók og nýttu það í mörg ár þegar haldið var til veiða. Húsið verður trúlega minnsta veiðihús landsins en tilkoma þess kærkomin veiðimönnum, helst fyrir þær sakir að um tíu kílómetrar eru í næsta veiðihús í Laxárdal. „Sagan um veiðina og húsið er stórskemmtileg og merkileg fyrir veiðimenn og verður tekin saman í vetur og gerð aðgengileg í kofanum næsta sumar,“ segir Esther. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði