Villeneuve: Vettel er enn barn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. nóvember 2012 14:15 Jacques Villeneuve heldur með Alonso í titilbaráttunni í ár. Hann segir Vettel enn vera barn. nordicphotos/afp Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif." Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif."
Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira