Krakkinn sem hvarf Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 13. nóvember 2012 10:26 Þorgrímur Þráinsson Mál og menning 2012 Þorgrímur Þráinsson er einn reyndasti barnabókahöfundur landsins, en yfir 20 barna- og unglingabækur hafa komið út eftir hann síðan 1989. Það vakti mikla athygli í haust þegar hann gaf íslenskum börnum átta bækur sínar á rafbókarformi, en fram á næsta vor geta allir sótt sér þessar bækur endurgjaldslaust á rafbókavefinn Emma.is. Þessi jól kemur út heldur hefðbundnari prentútgáfa af nýjustu bókinni hans, Krakkinn sem hvarf. Krakkinn sem hvarf segir frá hinum ellefu ára Kára sem glímir við þau vandræði sem fylgja því að eiga brjálaðan uppfinningamann sem föður. Það er úr vöndu að ráða þegar Kári byrlar óvart besta vini sínum Sindra galdrasafa úr hirslum pabba síns og vinur hans verður ósýnilegur. Söguþráður bókarinnar er skemmtilegur, en þó hélt hún illa athygli minni þar sem persónusköpun er oftar en ekki endaslepp. Til dæmis var athyglisverður kafli í sögunni þar sem Kári og Sindri taka viðtal við Villa vasa sem glímt hefur við hrottalegt einelti. Villi vasi segir sögu sína, vinirnir taka viðtalið upp í símanum, Villi grætur, þeir faðmast allir, og Villi hverfur á brott og sést ekki meir. Og jafnvel er erfitt að henda reiður á sögupersónum sem leika stærra hlutverk. Mússímúss, frænka Kára sem bjargar lífi Sindra í lok bókarinnar, birtist nokkrum sinnum á blaðsíðum bókarinnar en segir aldrei eitt aukatekið orð. Bókin er fyndin, en ég skellti upp úr á vitlausum stöðum, ekki yfir uppátækjum Kára, fjölskyldu hans og vina, heldur yfir afkáralegu orðalagi sem skreytir textann endrum og eins. "Skilur fullorðið fólk ekki að krakkar hlæja alltaf og skríkja rétt áður en þeir sofna hlið við hlið. Nóttin hefur svo kitlandi áhrif," hugsar hinn ellefu ára Kári með sér þegar hann veltir fyrir sér hvernig sé að gista heima hjá besta vini sínum. Krakkanum sem hvarf er ætlað segja sögu um prakkarastrik og strákapör, en við lok lesturs langaði mig helst að einhver sögupersónan hringdi í barnaverndaryfirvöld til að fjarlægja Kára frá foreldrum sínum. Faðir hans brennir næstum því úr honum tunguna við tilraunir sínar, hann gefur syni sínum byssu og leyfir honum að skjóta á sel sem reynist vera nágranni þeirra á nætursundi, og hann skilur eftir eiturefni á glámbekk sem Kári kemst í og byrlar vini sínum. Persónur bókarinnar eru ýktar, stundum fyndnar, en ekki sérstaklega viðkunnanlegar og því snúast strákapörin oftar en ekki upp í ljótan leik í augum lesenda. Niðurstaða: Saga um strák sem gerir vin sinn ósýnilegan og uppátæki þeirra í litlu sjávarþorpi. Skemmtilegur söguþráður en sögupersónur eru ýktar og tvívíðar og lesendur eiga erfitt með að samsama sig þeim. Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson Mál og menning 2012 Þorgrímur Þráinsson er einn reyndasti barnabókahöfundur landsins, en yfir 20 barna- og unglingabækur hafa komið út eftir hann síðan 1989. Það vakti mikla athygli í haust þegar hann gaf íslenskum börnum átta bækur sínar á rafbókarformi, en fram á næsta vor geta allir sótt sér þessar bækur endurgjaldslaust á rafbókavefinn Emma.is. Þessi jól kemur út heldur hefðbundnari prentútgáfa af nýjustu bókinni hans, Krakkinn sem hvarf. Krakkinn sem hvarf segir frá hinum ellefu ára Kára sem glímir við þau vandræði sem fylgja því að eiga brjálaðan uppfinningamann sem föður. Það er úr vöndu að ráða þegar Kári byrlar óvart besta vini sínum Sindra galdrasafa úr hirslum pabba síns og vinur hans verður ósýnilegur. Söguþráður bókarinnar er skemmtilegur, en þó hélt hún illa athygli minni þar sem persónusköpun er oftar en ekki endaslepp. Til dæmis var athyglisverður kafli í sögunni þar sem Kári og Sindri taka viðtal við Villa vasa sem glímt hefur við hrottalegt einelti. Villi vasi segir sögu sína, vinirnir taka viðtalið upp í símanum, Villi grætur, þeir faðmast allir, og Villi hverfur á brott og sést ekki meir. Og jafnvel er erfitt að henda reiður á sögupersónum sem leika stærra hlutverk. Mússímúss, frænka Kára sem bjargar lífi Sindra í lok bókarinnar, birtist nokkrum sinnum á blaðsíðum bókarinnar en segir aldrei eitt aukatekið orð. Bókin er fyndin, en ég skellti upp úr á vitlausum stöðum, ekki yfir uppátækjum Kára, fjölskyldu hans og vina, heldur yfir afkáralegu orðalagi sem skreytir textann endrum og eins. "Skilur fullorðið fólk ekki að krakkar hlæja alltaf og skríkja rétt áður en þeir sofna hlið við hlið. Nóttin hefur svo kitlandi áhrif," hugsar hinn ellefu ára Kári með sér þegar hann veltir fyrir sér hvernig sé að gista heima hjá besta vini sínum. Krakkanum sem hvarf er ætlað segja sögu um prakkarastrik og strákapör, en við lok lesturs langaði mig helst að einhver sögupersónan hringdi í barnaverndaryfirvöld til að fjarlægja Kára frá foreldrum sínum. Faðir hans brennir næstum því úr honum tunguna við tilraunir sínar, hann gefur syni sínum byssu og leyfir honum að skjóta á sel sem reynist vera nágranni þeirra á nætursundi, og hann skilur eftir eiturefni á glámbekk sem Kári kemst í og byrlar vini sínum. Persónur bókarinnar eru ýktar, stundum fyndnar, en ekki sérstaklega viðkunnanlegar og því snúast strákapörin oftar en ekki upp í ljótan leik í augum lesenda. Niðurstaða: Saga um strák sem gerir vin sinn ósýnilegan og uppátæki þeirra í litlu sjávarþorpi. Skemmtilegur söguþráður en sögupersónur eru ýktar og tvívíðar og lesendur eiga erfitt með að samsama sig þeim.
Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira