Force India: Öryggisbíllinn var algert djók Birgir Þór Harðarson skrifar 27. nóvember 2012 14:30 Hulkenberg stóð sig vel í síðasta kappakstri ársins í Brasilíu. nordicphotos/afp Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út. Hulkenberg og Button voru 48 sekúndum á undan næsta manni í þriðja sæti á hring 22 þegar öryggisbíllinn kom út svo að brautarverðir gætu safnað saman rusli af brautinni. Fernley segir að þetta hefði verið hægt að gera með því að veifa tvöföldum gulum flöggum. "Fyrsti öryggisbíllinn var algert djók," sagði Fernley. "Ég hélt í smá stund að við værum að þykjast vera NASCAR. Við hefðum auðveldlega getað tekið saman ruslið með tvöföldum gulum flöggum." "Við vorum svo langt á undnan öllum ásamt Button. Þegar maður veit hvað það er erfitt, bæði fyrir lið og ökumann, þá var mjög erfitt að sætta sig við öryggisbílinn sem þjappaði hópnum aftur saman." Hulkenberg var samt í forystu eftir að kappaksturinn var endurræstur og hélt forystunni þar til hann gerði mistök á hring 48. Hann klessti svo á Lewis Hamilton á McLaren þegar Hulkenberg reyndi að komast aftur framúr. Fernley var svo mjög óánægður með refsinguna sem Hulkenberg fékk fyrir áreksturinn við Hamilton. "Ég skil þetta eiginlega ekki," sagði Fernley og kennir Heikki Kovalainen um slysið. Formúla Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út. Hulkenberg og Button voru 48 sekúndum á undan næsta manni í þriðja sæti á hring 22 þegar öryggisbíllinn kom út svo að brautarverðir gætu safnað saman rusli af brautinni. Fernley segir að þetta hefði verið hægt að gera með því að veifa tvöföldum gulum flöggum. "Fyrsti öryggisbíllinn var algert djók," sagði Fernley. "Ég hélt í smá stund að við værum að þykjast vera NASCAR. Við hefðum auðveldlega getað tekið saman ruslið með tvöföldum gulum flöggum." "Við vorum svo langt á undnan öllum ásamt Button. Þegar maður veit hvað það er erfitt, bæði fyrir lið og ökumann, þá var mjög erfitt að sætta sig við öryggisbílinn sem þjappaði hópnum aftur saman." Hulkenberg var samt í forystu eftir að kappaksturinn var endurræstur og hélt forystunni þar til hann gerði mistök á hring 48. Hann klessti svo á Lewis Hamilton á McLaren þegar Hulkenberg reyndi að komast aftur framúr. Fernley var svo mjög óánægður með refsinguna sem Hulkenberg fékk fyrir áreksturinn við Hamilton. "Ég skil þetta eiginlega ekki," sagði Fernley og kennir Heikki Kovalainen um slysið.
Formúla Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira