Rafael Nadal ætlar sér að snúa til baka á tennisvöllinn í desember en þessi magnaði tenniskappi hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri.
Nadal mun taka þátt á sýningamóti í Abu Dhabi um miðjan desember og er það hluti að undirbúning hans fyrir fyrsta stórmót tímabilsins, hinu opna ástralska meistaramóti, sem fram fer í janúar.
Þessi 26 ára tenniskappi hefur ekki leikið tennis síðan í annarri umferð á Wimbeldon-mótinu þann 28. júní.
Nadal hefur verið að glíma við meiðsli í vinstra hné og komst aftur á tennisvöllinn í síðustu viku á Spáni.

