Steinþóri skipt útaf til að hann kæmist sem fyrst heim til konunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2012 09:30 Steinþór Freyr Þorsteinsson Mynd/Anton Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Sandnes Ulf unnu frábæran 4-0 útisigur á Ullensaker/Kisa í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Steinþór var tekinn útaf á 82. mínútu en ástæðan var óvenjuleg. Steinþór fór í leikinn þrátt fyrir að kona hans væri komin fram yfir tímann en hún á von á öðru barni þeirra. Íslenski miðjumaðurinn fékk algjöra sérmeðferð í leiknum því hann kom seinna á leikstað en félagar sínir í liðinu og fór einnig fyrr til baka. „Það er frábært að hann gat verið með okkur í þessum leik. Hann kom með flugi klukkan fjögur og svo flaug hann til baka klukkan hálf tíu," sagði Asle Andersen, þjálfari Sandnes Ulf við VG. „Ég varð að skipta honum útaf til þess að hann myndi ná fluginu heim. Ég var búinn að samþykkja það að taka hann útaf hvernig sem staðan var. Hann náði fluginu en Steinþór og konan hans höfðu komist að samkomulagi um að hafa þetta svona," sagði Andersen. VG segir frá því að fæðingin hafi ekki verið farin af stað þegar Steinþór yfirgaf UKI Arena í gærkvöldi. Aksel Berget Skjølsvik, fyrirliði Sandnes Ulf, er meiddur og kom ekki með í leikinn. Hann var hinsvegar á vaktinni tilbúinn að láta Steinþór vita ef eitthvað væri að frétta af konunni. Andersen sagði að Steinþór hafi fengið leyfi að hringja í hálfleik til að fá nýjustu fréttirnar af konunni en það er ekki venjan að leikmenn eyði hálfleikjunum í símanum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Sandnes Ulf unnu frábæran 4-0 útisigur á Ullensaker/Kisa í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Steinþór var tekinn útaf á 82. mínútu en ástæðan var óvenjuleg. Steinþór fór í leikinn þrátt fyrir að kona hans væri komin fram yfir tímann en hún á von á öðru barni þeirra. Íslenski miðjumaðurinn fékk algjöra sérmeðferð í leiknum því hann kom seinna á leikstað en félagar sínir í liðinu og fór einnig fyrr til baka. „Það er frábært að hann gat verið með okkur í þessum leik. Hann kom með flugi klukkan fjögur og svo flaug hann til baka klukkan hálf tíu," sagði Asle Andersen, þjálfari Sandnes Ulf við VG. „Ég varð að skipta honum útaf til þess að hann myndi ná fluginu heim. Ég var búinn að samþykkja það að taka hann útaf hvernig sem staðan var. Hann náði fluginu en Steinþór og konan hans höfðu komist að samkomulagi um að hafa þetta svona," sagði Andersen. VG segir frá því að fæðingin hafi ekki verið farin af stað þegar Steinþór yfirgaf UKI Arena í gærkvöldi. Aksel Berget Skjølsvik, fyrirliði Sandnes Ulf, er meiddur og kom ekki með í leikinn. Hann var hinsvegar á vaktinni tilbúinn að láta Steinþór vita ef eitthvað væri að frétta af konunni. Andersen sagði að Steinþór hafi fengið leyfi að hringja í hálfleik til að fá nýjustu fréttirnar af konunni en það er ekki venjan að leikmenn eyði hálfleikjunum í símanum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira