FC København bar sigur úr býtum gegn Nordsjælland, 4-1, á Parken, heimavelli FCK, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FCK en Sölvi Geir Ottesen og Rúrik Gíslason voru ekki í leikmannahópi heimamanna.
Thomas Delaney skoraði fyrsta mark leiksins fyrir FCK en það var síðan César Sántin sem gerði tvö næstu mörk heimamanna og staðan orðin 3-0.
Nordsjælland náði að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Mikkel Beckmann skoraði úr vítaspyrnu en það var Andreas Cornelius sem gulltryggði sigur FCK undir lok leiksins og endaði hann 4-1.
FC København er í efsta sæti deildarinnar með 44 stig, níu stigum á undan Nordsjælland sem er í því öðru.
FCK vann toppslaginn í Danmörku
SÁP skrifar

Mest lesið


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn