Vettel krýndur heimsmeistari - myndir Birgir Þór Harðarson skrifar 8. desember 2012 15:52 Þeir Vettel og Horner voru sáttir með verðlaunin sín. Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða. Sebastian Loeb veitti einnig viðtöku verðlaunum fyrir sinn níunda heimsmeistaratitil í rallý. Hann hefur sagt skilið við rallið og keppir í götubílakappakstri á næsta ári. Eins og sést á meðfylgjandi myndum mættu allir í sínu fínasta pússi og skörtuðu sínu fegursta. Betri helmingurinn fékk að koma með Fernando Alonso sem veitti verðlaunum fyrir annað sætið í Formúlu 1 í ár viðtöku. Þá mætti Kimi Raikkönen og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1. Hann hafði sagt ekki hafa áhuga á að koma ef hann ætti að fá verðlaun fyrir þriðja sætið. Fannst það eitthvað hallærislegt að vinna ekki titilinn. Hann mætti þó samt og skemmti sér konunglega innan um keppinauta sína.Jean Todt forseti FIA, Sebastian Vettel, Christian Horner, Bernie Ecclestone alráður í Formúlu 1 og David Coulthard veislustjóri skemmtu sér konunglega.Alonso ásamt kærustu sinni, rússneska módelinu, Dasha Kapustina, sem snéri nokkrum hausum í hátíðarsalnum.Christian Horner ásamt eiginkonu sinni Alex Kapp Horner.Kimi Raikkönen kom og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið.Bernie, kallinn, Ecclestone lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þó hann sé orðinn 82 ára gamall. Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða. Sebastian Loeb veitti einnig viðtöku verðlaunum fyrir sinn níunda heimsmeistaratitil í rallý. Hann hefur sagt skilið við rallið og keppir í götubílakappakstri á næsta ári. Eins og sést á meðfylgjandi myndum mættu allir í sínu fínasta pússi og skörtuðu sínu fegursta. Betri helmingurinn fékk að koma með Fernando Alonso sem veitti verðlaunum fyrir annað sætið í Formúlu 1 í ár viðtöku. Þá mætti Kimi Raikkönen og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1. Hann hafði sagt ekki hafa áhuga á að koma ef hann ætti að fá verðlaun fyrir þriðja sætið. Fannst það eitthvað hallærislegt að vinna ekki titilinn. Hann mætti þó samt og skemmti sér konunglega innan um keppinauta sína.Jean Todt forseti FIA, Sebastian Vettel, Christian Horner, Bernie Ecclestone alráður í Formúlu 1 og David Coulthard veislustjóri skemmtu sér konunglega.Alonso ásamt kærustu sinni, rússneska módelinu, Dasha Kapustina, sem snéri nokkrum hausum í hátíðarsalnum.Christian Horner ásamt eiginkonu sinni Alex Kapp Horner.Kimi Raikkönen kom og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið.Bernie, kallinn, Ecclestone lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þó hann sé orðinn 82 ára gamall.
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira