Liðsmunurinn dugði FCK ekki | Ragnar og Rúrik úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2012 15:18 Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira