Dregið var í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni KKÍ í karlaflokki í dag. Úrvalsdeildarliðin Snæfell og Þór frá Þorlákshöfn mætast í Stykkishólmi og Grindavík tekur á móti Fjölni. B-lið KR heldur uppi heiðri félagsins í þessari umferð en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði 1. deildarlið Breiðabliks í 32-liða úrslitum. Valur, sem er í efsta sæti 1. deildar, fær KR-b í heimsókn í 16-liða úrslitum.
Eftirfarandi lið drógust saman í 16-liða úrslit keppninnar:
Valur - KR-b
Haukar - ÍR
Grindavík - Fjölnir
Stjarnan - Laugdælir/KFÍ
Haukar-b - Njarðvík
Keflavík - Hamar
Augnablik - Reynir S.
Snæfell - Þór Þ.
Næsta umferð verður leikin dagana 14.-17. des. og eftir þá leiki verður dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna.
Poweradebikarinn: Snæfell fær Þór í heimsókn

Mest lesið






Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn




Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti