Grýla, Leppalúði með Gunna og Felix í Þjóðminjasafni Íslands 4. desember 2012 13:02 Þau hjónin eru frekar óárennileg. Sunnudaginn 9. desember kl. 14 munu Gunni og Felix skemmta gestum Þjóðminjasafnsins ásamt Grýlu og Leppalúða. Foreldrar jólasveinanna koma á hverju ári á Þjóðminjasafnið til að líta á aðstæður fyrir syni sína sem koma á safnið kl.11 á hverjum degi frá 12.-24. desember. Skemmtunin á sunnudag er ókeypis. Jólasýningar safnsins hafa nú verið opnaðar og jólaratleikurinn, Hvar er jólakötturinn? er í boði á fimm tungumálum. Á Torginu er sýningin Sérkenni sveinanna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna. Á 3. hæð safnsins er sýning á gömlum jólatrjám en einnig jólasveinum eftir systurnar Helgu og Þórunni Egilsson.Á heimasíðu safnsins er hægt að fræðast um íslenska jólasiði og opna jóladagatal safnsins á hverjum degi fram að jólum. Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól
Sunnudaginn 9. desember kl. 14 munu Gunni og Felix skemmta gestum Þjóðminjasafnsins ásamt Grýlu og Leppalúða. Foreldrar jólasveinanna koma á hverju ári á Þjóðminjasafnið til að líta á aðstæður fyrir syni sína sem koma á safnið kl.11 á hverjum degi frá 12.-24. desember. Skemmtunin á sunnudag er ókeypis. Jólasýningar safnsins hafa nú verið opnaðar og jólaratleikurinn, Hvar er jólakötturinn? er í boði á fimm tungumálum. Á Torginu er sýningin Sérkenni sveinanna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja nöfn jólasveinanna. Á 3. hæð safnsins er sýning á gömlum jólatrjám en einnig jólasveinum eftir systurnar Helgu og Þórunni Egilsson.Á heimasíðu safnsins er hægt að fræðast um íslenska jólasiði og opna jóladagatal safnsins á hverjum degi fram að jólum.
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól