Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2012 20:32 Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. Hann er líka orðinn skógarbóndi og er að gróðursetja milljón trjáplöntur á jörð sinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Ívar og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, fluttu heim frá Englandi fyrr á árinu og settust að fyrir austan. Þau keyptu hús á Egilsstöðum en voru áður búin að eignast jörðina Óseyri í botni Stöðvarfjarðar þar sem þau leggja nú grunn að framtíðinni. Fljótlega eftir áramót vonast þau til að geta hafið smíði gistiheimilis á Óseyri, þau ætla að byrja á átta tveggja manna gistiherbergjum með veitingasal en gera ráð fyrir að hægt verði að fjölga upp í sextán herbergi í öðrum áfanga. Þau ætla að hella sér út í ferðaþjónustu. Sjálfur fékk Ívar smjörþefinn af ferðaþjónustu í safninu hennar ömmu, Steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en þangað koma milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á ári. Hann kveðst sannfærður um að tækifæri landsbyggðar liggi í erlendum ferðamönnum og segir Egilsstaði í lykilstöðu á Austurlandi. Bærinn sé hins vegar eins og sofandi risi. Þangað liggi allar leiðir og þar sé vannýttur alþjóðaflugvöllur. Hann vill pólitískar aðgerðir til að koma á millilandaflugi til Egilsstaða með lækkun lendingargjalda og skatta, og samræmdu átaki ríkis og sveitarfélaga og flugfélaga. Egilsstaðir þurfi líka að láta heiminn vita af sér og þar hafi menn söguna um Lagarfljótsorminn til að byggja á. Ívar minnir á að tugir milljóna manna um heim allan sáu myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf bóndi náði af orminum. Í sínum huga sé myndbandið af orminum og það beri að greiða Hirti verðlaunaféð fyrir að ná af honum myndum. En er Ívar á leið í framboð? Svarið má sjá í þættinum.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31 Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ívar Ingimarsson á leið í framboð? Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld. 2. desember 2012 11:31
Endurlífga gamla frystihúsið á Stöðvarfirði Gamla frystihúsið á Stöðvarfirði, sem til stóð að rífa, er að fá nýtt hlutverk. Ungt fólk er flutt austur til að taka þátt í ævintýrinu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag. Stöðvarfjörður er lítið þorp á sunnanverðum Austfjörðum þar sem atvinnustarfsemin hrundi til grunna. Tveir togarar fóru, fiskvinnsla lagðist af, og íbúum fækkaði um helming. 30. nóvember 2012 19:15